Léku 146 holur á Íslandi á 24 tímum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. júní 2010 19:30 Englendingarnir í Kiðjaberginu. Tveir Englendingar spiluðu átta golfhringi og tveimur holum betur, alls 146 holur, á einum sólarhring í gær og í dag. Strákarnir voru að styrkja góð málefni í heimalandi sínu en þeir léku holurnar á Kiðjabergsvelli. Þeir hófu leik klukkan níu í gærmorgun og höfðu sett sér það markmið að leika 144 holur eða 8 hringi og náðu því klukkan rúmlega hálf níu í morgun. Þeir bættu síðan tveimur holum við þar sem þeir áttu hálftíma eftir af þeim tíma sem þeir gáfu sér í verkefnið. Með þessu eru þeir að styrkja gott málefni í heimalandi sínu. Þeir Ben Bradshaw og Charles Dolphin voru voru að spila hvern hring að meðaltali á 80 höggum, lægsta skorinu á hring náðu þeir á 7. og 8. hring í morgun - 76 og 77 högg. Þegar þeir luku leik voru foreldrar Charles Dolpin mættir til að samfagna þeim. Þá færði Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, þeim gjafir frá klúbbnum. Afrekið kemst í sögubækurnar því þetta hefur aldrei áður verið gert á Íslandi svo vitað sé. Þeir spiluðu höggleik og er hvert einasta högg þeirra var talið. Þeir voru með tvo aðstoðarmenn, Amandu East og Bob Brown, sem sáu um að telja höggin og hjálpa þeim að finna bolta til að flýta leik. Þau sáu einnig til þess að kylfingarnir nærðust vel meðan þeir spiluðu þetta óvenjulega golfmaraþon í Kiðjaberginu. Þau voru aðeins með einn golfbíl og gengu þeir Bradshaw og Dolphin, til skiptis milli högga. Þeir eru með 5 og 6 í forgjöf. Þeir félagar eru báðir frá Windsor, sem er rétt fyrir utan London og þar er þeirra heimavöllur South Winchester Golf Club. „Við vorum að spila í umhverfi sem við höfum aldrei upplifað áður. Þetta er stórkostleg náttúrufegurð og útsýnið er nánast endalaust. Völlurinn er mun erfiðari en við héldum í fyrstu og þá gerði mikill vindur þetta verkefni enn meira krefjandi. Erfiðustu holurnar eru fyrsta og sjöunda holan, en sú áhugaverðasta og glæsilegasta er 13. holan, sem er magnað að spila," sagði Bradshaw. Englendingarnir hældu mjög vellinum og eins voru þeir mjög þakklátir fyrir það hve vel var tekið á móti þeim. „Allir hér í klúbbnum vildu allt fyrir okkur gera og við erum þakklátir fyrir það. Við vitum ekki til að svona hafi verið reynt hér á Íslandi áður. Vonandi tekst okkur að safna að minnsta kosti 2.000 Sterlingspundum, sem við gefum svo til góðgerðarmála. Ég var reyndar búinn að fá áheit upp á 10 pund fyrir hvern fugl sem við fengjum, en þeir urðu aðeins 13. Ég bjóst við að við næðum svona 20 fuglum á þessum átta hringum, en völlurinn er bara erfiðari en við bjuggumst við," sagði Dolpin í fréttatikynningu frá Golfklúbbi Kiðjabergs. Golf Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Tveir Englendingar spiluðu átta golfhringi og tveimur holum betur, alls 146 holur, á einum sólarhring í gær og í dag. Strákarnir voru að styrkja góð málefni í heimalandi sínu en þeir léku holurnar á Kiðjabergsvelli. Þeir hófu leik klukkan níu í gærmorgun og höfðu sett sér það markmið að leika 144 holur eða 8 hringi og náðu því klukkan rúmlega hálf níu í morgun. Þeir bættu síðan tveimur holum við þar sem þeir áttu hálftíma eftir af þeim tíma sem þeir gáfu sér í verkefnið. Með þessu eru þeir að styrkja gott málefni í heimalandi sínu. Þeir Ben Bradshaw og Charles Dolphin voru voru að spila hvern hring að meðaltali á 80 höggum, lægsta skorinu á hring náðu þeir á 7. og 8. hring í morgun - 76 og 77 högg. Þegar þeir luku leik voru foreldrar Charles Dolpin mættir til að samfagna þeim. Þá færði Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, þeim gjafir frá klúbbnum. Afrekið kemst í sögubækurnar því þetta hefur aldrei áður verið gert á Íslandi svo vitað sé. Þeir spiluðu höggleik og er hvert einasta högg þeirra var talið. Þeir voru með tvo aðstoðarmenn, Amandu East og Bob Brown, sem sáu um að telja höggin og hjálpa þeim að finna bolta til að flýta leik. Þau sáu einnig til þess að kylfingarnir nærðust vel meðan þeir spiluðu þetta óvenjulega golfmaraþon í Kiðjaberginu. Þau voru aðeins með einn golfbíl og gengu þeir Bradshaw og Dolphin, til skiptis milli högga. Þeir eru með 5 og 6 í forgjöf. Þeir félagar eru báðir frá Windsor, sem er rétt fyrir utan London og þar er þeirra heimavöllur South Winchester Golf Club. „Við vorum að spila í umhverfi sem við höfum aldrei upplifað áður. Þetta er stórkostleg náttúrufegurð og útsýnið er nánast endalaust. Völlurinn er mun erfiðari en við héldum í fyrstu og þá gerði mikill vindur þetta verkefni enn meira krefjandi. Erfiðustu holurnar eru fyrsta og sjöunda holan, en sú áhugaverðasta og glæsilegasta er 13. holan, sem er magnað að spila," sagði Bradshaw. Englendingarnir hældu mjög vellinum og eins voru þeir mjög þakklátir fyrir það hve vel var tekið á móti þeim. „Allir hér í klúbbnum vildu allt fyrir okkur gera og við erum þakklátir fyrir það. Við vitum ekki til að svona hafi verið reynt hér á Íslandi áður. Vonandi tekst okkur að safna að minnsta kosti 2.000 Sterlingspundum, sem við gefum svo til góðgerðarmála. Ég var reyndar búinn að fá áheit upp á 10 pund fyrir hvern fugl sem við fengjum, en þeir urðu aðeins 13. Ég bjóst við að við næðum svona 20 fuglum á þessum átta hringum, en völlurinn er bara erfiðari en við bjuggumst við," sagði Dolpin í fréttatikynningu frá Golfklúbbi Kiðjabergs.
Golf Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira