Léku 146 holur á Íslandi á 24 tímum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. júní 2010 19:30 Englendingarnir í Kiðjaberginu. Tveir Englendingar spiluðu átta golfhringi og tveimur holum betur, alls 146 holur, á einum sólarhring í gær og í dag. Strákarnir voru að styrkja góð málefni í heimalandi sínu en þeir léku holurnar á Kiðjabergsvelli. Þeir hófu leik klukkan níu í gærmorgun og höfðu sett sér það markmið að leika 144 holur eða 8 hringi og náðu því klukkan rúmlega hálf níu í morgun. Þeir bættu síðan tveimur holum við þar sem þeir áttu hálftíma eftir af þeim tíma sem þeir gáfu sér í verkefnið. Með þessu eru þeir að styrkja gott málefni í heimalandi sínu. Þeir Ben Bradshaw og Charles Dolphin voru voru að spila hvern hring að meðaltali á 80 höggum, lægsta skorinu á hring náðu þeir á 7. og 8. hring í morgun - 76 og 77 högg. Þegar þeir luku leik voru foreldrar Charles Dolpin mættir til að samfagna þeim. Þá færði Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, þeim gjafir frá klúbbnum. Afrekið kemst í sögubækurnar því þetta hefur aldrei áður verið gert á Íslandi svo vitað sé. Þeir spiluðu höggleik og er hvert einasta högg þeirra var talið. Þeir voru með tvo aðstoðarmenn, Amandu East og Bob Brown, sem sáu um að telja höggin og hjálpa þeim að finna bolta til að flýta leik. Þau sáu einnig til þess að kylfingarnir nærðust vel meðan þeir spiluðu þetta óvenjulega golfmaraþon í Kiðjaberginu. Þau voru aðeins með einn golfbíl og gengu þeir Bradshaw og Dolphin, til skiptis milli högga. Þeir eru með 5 og 6 í forgjöf. Þeir félagar eru báðir frá Windsor, sem er rétt fyrir utan London og þar er þeirra heimavöllur South Winchester Golf Club. „Við vorum að spila í umhverfi sem við höfum aldrei upplifað áður. Þetta er stórkostleg náttúrufegurð og útsýnið er nánast endalaust. Völlurinn er mun erfiðari en við héldum í fyrstu og þá gerði mikill vindur þetta verkefni enn meira krefjandi. Erfiðustu holurnar eru fyrsta og sjöunda holan, en sú áhugaverðasta og glæsilegasta er 13. holan, sem er magnað að spila," sagði Bradshaw. Englendingarnir hældu mjög vellinum og eins voru þeir mjög þakklátir fyrir það hve vel var tekið á móti þeim. „Allir hér í klúbbnum vildu allt fyrir okkur gera og við erum þakklátir fyrir það. Við vitum ekki til að svona hafi verið reynt hér á Íslandi áður. Vonandi tekst okkur að safna að minnsta kosti 2.000 Sterlingspundum, sem við gefum svo til góðgerðarmála. Ég var reyndar búinn að fá áheit upp á 10 pund fyrir hvern fugl sem við fengjum, en þeir urðu aðeins 13. Ég bjóst við að við næðum svona 20 fuglum á þessum átta hringum, en völlurinn er bara erfiðari en við bjuggumst við," sagði Dolpin í fréttatikynningu frá Golfklúbbi Kiðjabergs. Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tveir Englendingar spiluðu átta golfhringi og tveimur holum betur, alls 146 holur, á einum sólarhring í gær og í dag. Strákarnir voru að styrkja góð málefni í heimalandi sínu en þeir léku holurnar á Kiðjabergsvelli. Þeir hófu leik klukkan níu í gærmorgun og höfðu sett sér það markmið að leika 144 holur eða 8 hringi og náðu því klukkan rúmlega hálf níu í morgun. Þeir bættu síðan tveimur holum við þar sem þeir áttu hálftíma eftir af þeim tíma sem þeir gáfu sér í verkefnið. Með þessu eru þeir að styrkja gott málefni í heimalandi sínu. Þeir Ben Bradshaw og Charles Dolphin voru voru að spila hvern hring að meðaltali á 80 höggum, lægsta skorinu á hring náðu þeir á 7. og 8. hring í morgun - 76 og 77 högg. Þegar þeir luku leik voru foreldrar Charles Dolpin mættir til að samfagna þeim. Þá færði Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, þeim gjafir frá klúbbnum. Afrekið kemst í sögubækurnar því þetta hefur aldrei áður verið gert á Íslandi svo vitað sé. Þeir spiluðu höggleik og er hvert einasta högg þeirra var talið. Þeir voru með tvo aðstoðarmenn, Amandu East og Bob Brown, sem sáu um að telja höggin og hjálpa þeim að finna bolta til að flýta leik. Þau sáu einnig til þess að kylfingarnir nærðust vel meðan þeir spiluðu þetta óvenjulega golfmaraþon í Kiðjaberginu. Þau voru aðeins með einn golfbíl og gengu þeir Bradshaw og Dolphin, til skiptis milli högga. Þeir eru með 5 og 6 í forgjöf. Þeir félagar eru báðir frá Windsor, sem er rétt fyrir utan London og þar er þeirra heimavöllur South Winchester Golf Club. „Við vorum að spila í umhverfi sem við höfum aldrei upplifað áður. Þetta er stórkostleg náttúrufegurð og útsýnið er nánast endalaust. Völlurinn er mun erfiðari en við héldum í fyrstu og þá gerði mikill vindur þetta verkefni enn meira krefjandi. Erfiðustu holurnar eru fyrsta og sjöunda holan, en sú áhugaverðasta og glæsilegasta er 13. holan, sem er magnað að spila," sagði Bradshaw. Englendingarnir hældu mjög vellinum og eins voru þeir mjög þakklátir fyrir það hve vel var tekið á móti þeim. „Allir hér í klúbbnum vildu allt fyrir okkur gera og við erum þakklátir fyrir það. Við vitum ekki til að svona hafi verið reynt hér á Íslandi áður. Vonandi tekst okkur að safna að minnsta kosti 2.000 Sterlingspundum, sem við gefum svo til góðgerðarmála. Ég var reyndar búinn að fá áheit upp á 10 pund fyrir hvern fugl sem við fengjum, en þeir urðu aðeins 13. Ég bjóst við að við næðum svona 20 fuglum á þessum átta hringum, en völlurinn er bara erfiðari en við bjuggumst við," sagði Dolpin í fréttatikynningu frá Golfklúbbi Kiðjabergs.
Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira