Ítalíumeistarar Inter misstu af mikilvægum stigum á heimavelli í kvöld þegar Sampdoria kom í heimsókn á San Siro. Inter náði aðeins jafntefli í leiknum sem endaði 1-1.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Stefano Guberti kom Sampdoria yfir á 62. mínútu.
Samuel Eto´o hafði farið með nokkur færi í leiknum en honum tókst þó að jafna metin tíu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Inter er í öðru sæti eftir leikinn, fjórum stigum á eftir toppliði Lazio.
Sampdoria er í áttunda sæti, átta stigum á eftir Lazio.