Leikskólagjöld hækka mest 2. desember 2010 04:00 Hækkað á leikskólum Meirihlutinn í Reykjavík fyrirhugar að hækka leikskólagjöld og lækka systkinaafslátt. Myndin er frá leikskólanum Hofi. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira
Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira