Þriðju endurskoðun lokið hjá stjórn AGS 30. september 2010 05:15 Á kynningarfundi Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar AGS á fundi í júní. Þeir sitja fyrir svörum um framvindu efnahagsáætlunar ríkisins þegar AGS hefur gefið út öll skjöl varðandi þriðju endurskoðun hennar. Fréttablaðið/Arnþór Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafngildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast miðbik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður endurskoðuð sjö sinnum. Í uppfærðri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í framkvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varðar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki heldur byggð á óraunhæfum væntingum um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til annars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikilvægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niðurskurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðarþjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðingum sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum samskiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafngildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast miðbik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður endurskoðuð sjö sinnum. Í uppfærðri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í framkvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varðar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki heldur byggð á óraunhæfum væntingum um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til annars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikilvægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niðurskurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðarþjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðingum sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum samskiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira