Innlent

Styrkir til GR lækka um 45 milljónir

Dagur B. Eggertsson
Formaður borgarráðs.
Dagur B. Eggertsson Formaður borgarráðs.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur fallist á að styrkveiting Reykjavíkurborgar til félagsins fyrir árin 2010 til 2013 verði lækkuð úr 230 milljónum króna í 185 milljónir.

Um það bil viku eftir að borgin gerði nýjan samning við GR í vor kom fram í gögnum frá framkvæmdastjóra golfklúbbsins, Garðari Eyland, að af 210 milljónum króna sem borgin hefði veitt klúbbnum vegna tiltekinna framkvæmda á árunum 2007 til 2009 hefðu 115 milljónir í raun ekki farið til framkvæmda heldur til að greiða niður lán í þann mund sem bankarnir hrundu.

Garðar Eyland Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur.

Þetta tóku þáverandi borgaryfirvöld óstinnt upp og vildu taka samninginn upp. Nú er viðræðum um það lokið með fyrrgreindri niðurstöðu.

„Samningurinn sem var gerður í vor reyndist naglfastur en þeir sættust á að endurgreiða borginni tæplega helmings hlut af kostnaði vegna vélageymslu sem þeir eiga ennþá eftir að byggja,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs.

Hann kveður samninginn frá í vor hafa létt af öllum fyrri skuldbindingum golfklúbbsins.

„Við höfðum ekki beinlínis mikil lagaleg rök heldur fyrst og fremst siðferðileg. En það þurfti að klára málið og menn mættust á miðri leið,“ segir formaður borgarráðs.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×