Fjórar hænur sendar fyrir dóm borgarráðs 11. nóvember 2010 06:00 Guðrún og hænurnar Þótt Hjallavegur sé í landnámi Ingólfs Arnarsonar eiga landnámshænur ekki heima í borgarlandinu frekar en aðrar hænur, segir umhverfisráð, sem synjar Guðrúnu Þuru Kristjánsdóttur um leyfi til að halda hænurnar Lukku, Grímu, Bíbí og Gæfu í bakgarðinum.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
„Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira