Skattamál Jean-Claude Blanc, forseti Juventus, eru í rannsókn þessa dagana hjá ítölskum yfirvöldum. Á því ekki að ganga af Blanc sem mun væntanlega missa forsetatign sína næsta sumar.
Blanc neitaði að mæta í yfirheyrslur en lögfræðingur Juventus mætti í hans stað.
Lögfræðingurinn hefur lofað því að Blanc mæti í yfirheyrslur fljótlega.
Samkvæmt Juventus hefur Blanc ekkert að óttast og aðeins sé um venjubundna rannsókn að ræða.