Innlent

Ákærur gegn ráðherrum ræddar á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skýrsla þingmannanefndarinnar rædd á Alþingi. Mynd/ GVA.
Skýrsla þingmannanefndarinnar rædd á Alþingi. Mynd/ GVA.
Ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum í ríkisstjórn Íslands verða ræddar á þingfundi sem hefst klukkan hálfellefu á morgun. Tvær þingsályktunartillögur verða ræddar.

Annars vegar er þingsályktunartillaga frá meirihluta í þingnefnd Atla Gíslasonar um rannsóknarskýrsluna. Samkvæmt henni verða fjórir fyrrverandi ráðherrar ákærðir, þau Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Hin tillagan, frá fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni, gerir ráð fyrir að öll hin fyrrgreindu nema Björgvin G. Sigurðsson verði ákærð.

Umræðu um skýrslu þingmannanefndarinnar lauk í gær en hún hafði þá staðið yfir í þrjá daga samfleytt. Umræðan snerist að miklu leyti um úrbætur í stjórnkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×