Lára með lag dagsins á heimasíðu Q 8. maí 2010 15:00 Lára átti lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Lag hennar I Wanna Be, sem er tekið af hennar síðustu plötu Surprise, er valið í flokkinn lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. Mikill fjöldi tónlistaráhugamanna skoðar síðuna á degi hverjum og því er um mjög góða kynningu að ræða fyrir Láru. Einnig fylgdi með á síðunni nýtt myndband Láru við lagið, sem Bretinn Henry Bateman leikstýrði. Lára þakkar árangurinn fyrst og fremst öðrum Breta, umboðsmanni sínum, Nick Knowles, sem hún réð fyrir skömmu. „Þetta er allt honum að þakka, fyrir utan hvað tónlistin er skemmtileg. Það er mér að þakka,“ segir Lára og hlær. Knowles býr hér á landi og starfaði síðast við alþjóðlegu tískuhátíðina í Reykjavík, RFF, sem var haldin í vor. „Hann kom óvart á tónleika hjá mér. Hann þekkir gítarleikarann minn og sá að þetta ætti mikla möguleika í heimalandinu hans,“ segir hún um samstarf þeirra. Lára flýgur til Bretlands í júní þar sem hún ætlar að funda með nokkrum útgáfufyrirtækjum í von um að komast þar á samning. Í framhaldinu vonast hún til að Surprise komi út þar í landi. Hún mun einnig hita upp fyrir söngkonuna Amy McDonald 9. júní í London og spila víðs vegar um borgina í eina viku í framhaldinu. Í júlí er síðan fyrirhuguð hringferð um Ísland. Lára hefur í nógu að snúast því næst á dagskrá er ferðalag til Danmerkur þar sem hún tekur þátt í vinnubúðum lagahöfunda í Árósum. Flestir höfundarnir koma frá Norðurlöndunum og standa búðirnar yfir í eina viku. - fb RFF Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
„Þetta er alveg geðveikt,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Lag hennar I Wanna Be, sem er tekið af hennar síðustu plötu Surprise, er valið í flokkinn lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. Mikill fjöldi tónlistaráhugamanna skoðar síðuna á degi hverjum og því er um mjög góða kynningu að ræða fyrir Láru. Einnig fylgdi með á síðunni nýtt myndband Láru við lagið, sem Bretinn Henry Bateman leikstýrði. Lára þakkar árangurinn fyrst og fremst öðrum Breta, umboðsmanni sínum, Nick Knowles, sem hún réð fyrir skömmu. „Þetta er allt honum að þakka, fyrir utan hvað tónlistin er skemmtileg. Það er mér að þakka,“ segir Lára og hlær. Knowles býr hér á landi og starfaði síðast við alþjóðlegu tískuhátíðina í Reykjavík, RFF, sem var haldin í vor. „Hann kom óvart á tónleika hjá mér. Hann þekkir gítarleikarann minn og sá að þetta ætti mikla möguleika í heimalandinu hans,“ segir hún um samstarf þeirra. Lára flýgur til Bretlands í júní þar sem hún ætlar að funda með nokkrum útgáfufyrirtækjum í von um að komast þar á samning. Í framhaldinu vonast hún til að Surprise komi út þar í landi. Hún mun einnig hita upp fyrir söngkonuna Amy McDonald 9. júní í London og spila víðs vegar um borgina í eina viku í framhaldinu. Í júlí er síðan fyrirhuguð hringferð um Ísland. Lára hefur í nógu að snúast því næst á dagskrá er ferðalag til Danmerkur þar sem hún tekur þátt í vinnubúðum lagahöfunda í Árósum. Flestir höfundarnir koma frá Norðurlöndunum og standa búðirnar yfir í eina viku. - fb
RFF Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira