KR vann frábæran sigur á Stjörnunni í stórskemmtilegum leik í Garðabænum í kvöld. Þrír leikir fóru fram í Iceland-Express deildinni og voru þeir allir jafnir og spennandi.
KR vann leikinn 87-88 en Justin Shouse gat tryggt Stjörnunni sigur með síðasta skoti leiksins. Það geigaði og KR-ingar fögnuðu sigri.
Brynjar Björnsson skoraði 32 stig fyrir KR og bar af á vellinum. Jovan Zdravevski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna.
Grindavík vann góðan útisigur á Snæfelli, 88-98. Páll Axel Vilbergsson skoraði 24 stig fyrir Grindvíkinga og Arnar Freyr Jónsson 20. Sean Burton skoraði 24 fyrir Snæfell og Sigurður Þorvaldsson 19.
ÍR vann eins stig sigur á Fjölni í æsispennandi leik í Grafarvogi. Robert Jarvis tryggði ÍR sigurinn með þriggja stiga körfu í lok leiksins við gríðarlegan fögnuð gestanna. Hann skoraði sautján stig í leiknum en Nemanja Sovic skoraði 23.
Ægir Steinarsson brenndi af vítaskoti fimm sekúndum fyrir leikslok en það hefði tryggt Fjölni í það minnsta framlengingu. ÍR brunaði upp og skoraði ótrúlega sigurkörfu.
Hjá Fjölni skoraði Christopher Smith 27 stig en Ingvaldur Magni Hafsteinsson 18.
Iceland-Express deildin: KR vann Stjörnuna
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn


Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
