Hópurinn hans Balta 28. desember 2010 11:00 Diego Luna. Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum. Contraband er án nokkurs vafa eitt stærsta verkefni sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur tekið að sér. Talið er fjárhagsáætlunin hljóði upp á 30 milljónir dollara eða 3,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að það kostar rúmar 200 milljónir að framleiða íslenska kvikmynd. Myndin er framleidd undir merkjum Universal og Working Title Project en aðalstjarnan, Mark Wahlberg, sýndi myndinni strax áhuga. Kate Beckinsale. Þótt Wahlberg hafi yfirleitt verið talin ein af stóru stjörnunum í Hollywood þá gæti árið 2011 reynst honum ansi happadrjúgt því hann er framleiðandi kvikmyndarinnar The Fighter og er tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir hana; bæði sem leikari og framleiðandi. Baltasar hefur einnig klófest mexíkóska leikarann Diego Luna sem lék á móti Sean Penn í hinni margrómuðu Milk og er ein af stærstu kvikmyndastjörnum Mexíkó. Þá hefur einnig verið staðfest að Lucas Haas leiki í myndinni en hann ættu margir að muna eftir sem stráknum í Harrison Ford-tryllinum Witness. David O'Hara. Haas hefur verið viðloðandi kvikmyndaborgina og sást síðast í kvikmyndinni Inception sem margir hafa spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni. Þá hefur írska hörkutólið David O'Hara einnig samþykkt að leika í myndinni en hann er kannski þekktastur fyrir að leika einn af hrottum Jacks Nicholson í The Departed og slyngan stríðsmann í Mel Gibson-kvikmyndinni Braveheart. Þá er rétt að halda því til haga að Giovanni Ribisi leikur hlutverk Jóhannesar Hauks úr upprunalegu myndinni, Caleb Landry Jones er Jörundur Ragnarsson og Ben Foster mun endurtaka leik Ingvars. E Sigurðssonar upp á enska vísu. Lucas Haas. Baltasar hefur einnig verið að leggja lokahönd á tæknilegu atriðin og hefur fengið til liðs við sig einn heitasta kvikmyndatökumanninn í bransanum í dag.Sá heitir Barry Akroyd og var tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrra fyrir kvikmyndatökuna í The Hurt Locker sem var ansi sigursæl á síðustu Óskarshátíð.freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum. Contraband er án nokkurs vafa eitt stærsta verkefni sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur tekið að sér. Talið er fjárhagsáætlunin hljóði upp á 30 milljónir dollara eða 3,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að það kostar rúmar 200 milljónir að framleiða íslenska kvikmynd. Myndin er framleidd undir merkjum Universal og Working Title Project en aðalstjarnan, Mark Wahlberg, sýndi myndinni strax áhuga. Kate Beckinsale. Þótt Wahlberg hafi yfirleitt verið talin ein af stóru stjörnunum í Hollywood þá gæti árið 2011 reynst honum ansi happadrjúgt því hann er framleiðandi kvikmyndarinnar The Fighter og er tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir hana; bæði sem leikari og framleiðandi. Baltasar hefur einnig klófest mexíkóska leikarann Diego Luna sem lék á móti Sean Penn í hinni margrómuðu Milk og er ein af stærstu kvikmyndastjörnum Mexíkó. Þá hefur einnig verið staðfest að Lucas Haas leiki í myndinni en hann ættu margir að muna eftir sem stráknum í Harrison Ford-tryllinum Witness. David O'Hara. Haas hefur verið viðloðandi kvikmyndaborgina og sást síðast í kvikmyndinni Inception sem margir hafa spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni. Þá hefur írska hörkutólið David O'Hara einnig samþykkt að leika í myndinni en hann er kannski þekktastur fyrir að leika einn af hrottum Jacks Nicholson í The Departed og slyngan stríðsmann í Mel Gibson-kvikmyndinni Braveheart. Þá er rétt að halda því til haga að Giovanni Ribisi leikur hlutverk Jóhannesar Hauks úr upprunalegu myndinni, Caleb Landry Jones er Jörundur Ragnarsson og Ben Foster mun endurtaka leik Ingvars. E Sigurðssonar upp á enska vísu. Lucas Haas. Baltasar hefur einnig verið að leggja lokahönd á tæknilegu atriðin og hefur fengið til liðs við sig einn heitasta kvikmyndatökumanninn í bransanum í dag.Sá heitir Barry Akroyd og var tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrra fyrir kvikmyndatökuna í The Hurt Locker sem var ansi sigursæl á síðustu Óskarshátíð.freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira