Innlent

Vilja að réttindi sín séu fest í lög

Fulltrúar NPA-miðstöðvarinnar afhentu stjórnvöldum í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, áskorun þar sem þess er meðal annars krafist að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Íslandi sem fyrst.

NPA-miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks sem vinnur að því að styðja fatlað fólk við að útvega og skipuleggja persónulega aðstoð. Meðal annarra krafna í áskoruninni var að þekking fatlaðra sé nýtt í þróun lagaramma. Helgi Hjörvar tók við áskoruninni fyrir hönd stjórnvalda. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×