Sport

Meistaramót Íslands í badminton um helgina

Tinna Helgadóttir. Mynd/Vilhelm
Tinna Helgadóttir. Mynd/Vilhelm
Á morgun hefst Meistaramót Íslands í badminton í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til leiks eru skráðir 147 keppendur frá níu félögum víðsvegar af landinu.

Í einliðaleik kvenna er búist við að Íslandsmeistari síðasta árs, Tinna Helgadóttir, etji kappi við Rögnu Ingólfsdóttur Ólympíufara. Ragna fór eins og kunnugt er í krossbandaaðgerð eftir Ólympíuleikana í Peking en er komin á fullt í keppni á nú.

Helgi Jóhannesson er talinn líklegur til að verja titil sinn í einliðaleik karla um helgina. Magnús Ingi Helgason mun þó án efa veita honum mikla keppni.

Í tvíliðaleik kvenna hafa Ragna og Katrín Atladóttir sigrað á síðustu fjórum mótum sem þær hafa tekið þátt í. Skagastúlkurnar Karitas Ósk Ólafsdóttir og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir koma fast á hæla þeirra.

Þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason hafa verið í algjörum sérflokki tvíliðaleikspara hérlendis síðustu ár ásamt því að þeir hafa náð mjög góðum árangri í alþjóðlegri keppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×