Niðurskurður og norræn velferð 28. júní 2010 06:00 Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins. Nú blandast engum hugur um að óumflýjanlegt virðist vera að lækka þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður að hafa í huga er hvernig við forgangsröðum; hvaða svið það eru sem ekki þola skerðingar án þess að það skaði einstaklinga og samfélagið í bráð og lengd. Ríkisstjórnin hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún vilji skapa hér samfélag í anda hins norræna velferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki skilgreint hvað felst í slíku kerfi né hvað það er sem íslenska velferðarþjónustu helst skortir í þeim efnum. Því hefur umræðuna skort efnislegt innihald. Til velferðarmála eru almennt talin menntamál, heilbrigðismál og félags- og tryggingamál. Samkvæmt Norrænu hagtöluárbókinni 2009 voru framlög á Íslandi árið 2007 til menntamála vel sambærileg við önnur norðurlönd. Hvað varðar heilbrigðismál og félags- og tryggingamál þá er um þessa málaflokka fjallað í hagtíðindum Hagstofu Íslands um heilbrigðis- félags- og dómsmál í október 2009.Sú samantekt er fróðleg og nauðsynleg lesning öllum þeim sem vilja stuðla að norrænu velferðarkerfi á Íslandi. Þar kemur fram að til þess sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s. heilbrigðis-, trygginga- og félagsmála, vörðu Íslendingar árið 2006 lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað við landsframleiðslu eða 21% meðan aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noregur) og upp í 30,7% (Svíþjóð). Friðrik Sigurðsson. Ekki er síður fróðlegt að skoða hvernig innbyrðis skipting á Norðurlöndum er á milli verkefnasviða innan svokallaðrar félagsverndar. Til heilbrigðismála renna á Íslandi 8,8 % landsframleiðslu sem er það hæsta á Norðurlöndum meðan til örorku og fötlunar renna 2,8% af landsframleiðslu. Þar er Ísland langlægst í norrænum samanburði, sambærilegar tölur á öðrum Norðurlöndum eru frá 4,2- 4,6% af landsframleiðslu. Þessar staðreyndir eru mikilvægur vegvísir við að innleiða samfélag sem líkist norrænum velferðarsamfélögum. Það væri mikið úr leið á þeirri vegferð ef skerða ætti það litla fjármagn sem nú rennur til þjónustu við fatlað fólk og til greiðslu örorkubóta og þar með breikka bilið á milli Íslands og annarra Norðurlanda á málasviði þar sem Ísland stendur hvað höllustum fæti. Fyrirliggjandi er að ganga þarf frá samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um þann heimanmund sem ríkið er tilbúið að eftirláta sveitarfélögunum þegar þau taka yfir þá þjónustu sem ríkið hefur hingað til veitt fötluðu fólki samkvæmt lögum. Landssamtökunum Þroskahjálp þykir sjálfgefið að þar muni ríkið að lágmarki verða tilbúið að færa til tekjustofna sem nema að fullu núverandi rekstrarkostnaði. Samtökin telja einnig að það væri í hróplegri mótsögn við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar um norræna velferð ef bætur vegna fötlunar yrðu skertar meira en orðið er.Að lokum hvetja samtökin til málefnalegrar umræðu um nauðsyn og skipulag velferðar á viðsjárverðum tímum, þar nægir ekki spaugstefnuskrá Besta flokksins „að vera góðir við aumingja".
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun