Innlent

Sjónvarpssöfnun fyrir Barnahjálpina

Þorsteinn Guðmundsson Einn fimm kynna skemmtiþáttar kvöldsins á Stöð 2 undirbýr sig undir landssöfnun á Degi Rauða nefsins með viðeigandi hætti.Fréttablaðið/Stefán
Þorsteinn Guðmundsson Einn fimm kynna skemmtiþáttar kvöldsins á Stöð 2 undirbýr sig undir landssöfnun á Degi Rauða nefsins með viðeigandi hætti.Fréttablaðið/Stefán

Með Fréttablaðinu í dag fylgir sérstakt blað tileinkað Barnahjálpinni og sölu Rauða nefsins. Í kvöld verður skemmtiþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 þar sem efnt verður til landssöfnunar til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Börn í mörgum evrópskum velferðarríkjum og í Bandaríkjunum búa við meira ójafnrétti en börn í sumum þróunarlöndum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um börn sem eiga á hættu að dragast aftur úr öðrum börnum.

„Skýrslan skoðar ákveðin einkenni mismununar, það er stöðu þeirra barna sem á botninum eru – og spyr hversu langt efnalega vel stæð lönd leyfi fátækustu börnum að heltast úr lestinni,“ segir í tilkynningu frá Barnahjálpinni. Litið var til efnislegrar velferðar, jafnréttis í menntun og jafnréttis í heilbrigðismálum.

„Ítalía, Bandaríkin, Grikkland, Belgía og Bretland eru til dæmis lönd sem leyfa hópi viðkvæmustu barnanna að heltast mun meira úr lestinni en lönd eins og Danmörk, Finnland, Írland, Sviss og Holland,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Gordon Alexander, forstjóra rannsóknarmiðstöðvar UNICEF, Innocenti, að löndin 25 sem borin séu saman séu öll háþróuð velferðarríki með svipaða getu til að takmarka fátækt meðal barna.

„Sú staðreynd að sumum löndum gengur betur en öðrum sýnir einungis að hægt er að brjóta upp fátæktarmunstrið,“ segir Alexander. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×