Brasilíumaðurinn Ronaldinho lætur það ekkert trufla sig þó svo hann hafi ekki verið valinn í brasilíska landsliðið á HM.
Á meðan vinir hans í landsliðinu svitna í Suður-Afríku svitnar Ronaldinho á dansgólfunum í heimalandinu.
Ronaldinho nýtur lífsins þessa dagana á fimm stjörnu hóteli í Florianopolis ásamt félögum sínum. Þar á meðal eru félagi hans hjá AC Milan, Pato, og Jo, leikmaður Man. City.
Þeir félagar hafa ekki legið yfir leikjunum á HM heldur kjósa þeir frekar að kíkja á skemmtistaði og eru þeir sagðir skemmta sér langt fram á morgun.
Ballið er þó ekki búið því þeir félagar stefna á að kíkja á tónleika hjá hinum geðuga rappara, Marcelo D2.