Erlent

Morðingi Bulgers handtekinn vegna fíkniefnaneyslu og ofbeldis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Teikningar frá réttarhöldum sem fóru fram árið 1993. Mynd/ AFP.
Teikningar frá réttarhöldum sem fóru fram árið 1993. Mynd/ AFP.

Ástæðan fyrir því að Jon Venables, annar þeirra sem myrti James litla Bulger, árið 1993 var handtekinn er fíkniefnaneysla og ofbeldisfull hegðun hans, segir Daily Telegraph. Lögreglan hafði tvívegis afskipti af Venables.

Annars vegar þegar að hann sást neyta kókaíns á almannafæri og hins vegar þegar að hann lenti í ryskingum fyrir utan næturklúbb, eftir því sem Daily Mirror fullyrðir.

Þá hafði Venables átt í útistöðum við lögregluna áður en hann var handtekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×