Goldman Sachs ákærður fyrir fjársvik, hlutabréf hrapa 16. apríl 2010 16:24 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.Samkvæmt frétt á börsen.dk gengur ákæra SEC út á að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum kr.SEC segir að Goldman Sachs hafi meðvitað leyft einum af stærstu vogunarsjóðum heimsins, Paulson & Co., að hafa áhrif á samsetningu á skuldabréfavafningnum á sama tíma og Paulson veðjaði síðan á að vafningurinn myndi falla í verði.Vafningurinn sem hér um ræðir bar heitið Abacus 2007-AC1 og var boðinn öðrum fjárfestum til sölu án þess að geta um aðkomu þriðja aðila að honum. Þar með vissi enginn að þeir sem stóðu að baki gerningnum myndu hagnast mest á honum í samdrætti á markaðinum.Sölunni á Abacus 2007-AC1 lauk þann 26. apríl og í framhaldinu greiddi Paulson 15 milljónir dollara til Goldman Sachs fyrir að hafa staðið fyrir sölunni. Sex mánuðum síðar höfðu 83% af undirmálslánunum í vafningnum tapað verðgildi sínu. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.Samkvæmt frétt á börsen.dk gengur ákæra SEC út á að Goldman Sachs hafi meðvitað blekkt viðskiptavini sína í viðskiptum með skuldabréfavafning sem tengdur var svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 2007. Viðskiptavinir bankans töpuðu um 5 milljörðum dollara eða yfir 630 milljörðum kr.SEC segir að Goldman Sachs hafi meðvitað leyft einum af stærstu vogunarsjóðum heimsins, Paulson & Co., að hafa áhrif á samsetningu á skuldabréfavafningnum á sama tíma og Paulson veðjaði síðan á að vafningurinn myndi falla í verði.Vafningurinn sem hér um ræðir bar heitið Abacus 2007-AC1 og var boðinn öðrum fjárfestum til sölu án þess að geta um aðkomu þriðja aðila að honum. Þar með vissi enginn að þeir sem stóðu að baki gerningnum myndu hagnast mest á honum í samdrætti á markaðinum.Sölunni á Abacus 2007-AC1 lauk þann 26. apríl og í framhaldinu greiddi Paulson 15 milljónir dollara til Goldman Sachs fyrir að hafa staðið fyrir sölunni. Sex mánuðum síðar höfðu 83% af undirmálslánunum í vafningnum tapað verðgildi sínu.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira