Innlent

Fær ekki fleiri dagvistarrými

Kópavogur Bæjarráð segir hlutfallslega fá hjúkrunarrými í Kópavogi.
Kópavogur Bæjarráð segir hlutfallslega fá hjúkrunarrými í Kópavogi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur hafnað ósk Kópavogsbæjar um fjölgun dagvistarrýma. Ráðuneytið bendir á að vegna erfiðrar fjárhagsstöðu ríkissjóðs hafi á árunum 2009 og 2010 þurft að fækka öldrunarrýmum og lækka fjárveitingar til öldrunarmála. Í fjárlögum næsta árs séu engar fjárveitingar til að fjölga dagvistarrýmum.

Bæjarráð Kópavogs segist harma ákvörðun ráðuneytisins, brýn þörf sé fyrir dagvistarrými í Kópavogi.

„Bæjarráð bendir jafnframt á að hjúkrunarrými í Kópavogi eru hlutfallslega færri en í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og brýnna úrbóta þörf.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×