Áskorun til ráðamanna þjóðarinnar 2. júní 2010 16:04 Í stefnulýsingu Samfylkingarinnar segir að flokkurinn leggi ,,áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum." Jafnframt stendur í stefnuskrá Vinstri grænna að langvarandi kúgun Ísraela á Palestínumönnum verði að linna og að Ísland eigi að ganga úr NATO. Í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir kenna sig bersýnilega við friðsamlega utanríkisstefnu vil ég varpa fram tveimur kunnuglegum tillögum. 1. Ísland slíti tafarlaust stjórnmálasambandinu við Ísrael. Í meira en 60 ár hafa ísraelskir zíonistar framið kerfisbundin fjöldamorð á Palestínumönnum, hrakið þá frá heimkynnum sínum og kallað yfir þá kúgun og volæði. Auðvitað hafa Palestínumenn ekki látið það þegjandi yfir sig ganga en skæruliðar þeirra mega sín lítils frammi fyrir gríðarlegum hernaðarmætti Ísraela. Þrátt fyrir að brjóta alþjóðalög æ ofan í æ njóta Ísraelar fjárhagslegs og hernaðarlegs stuðnings bandarískra stjórnvalda og jafnframt hafa Evrópuþjóðir sýnt zíonistum forkastanlega linkind. Hingað til hafa íslenskir ráðamenn fordæmt árásir Ísraela annan daginn en drukkið kaffibolla með þarlendum stjórnvöldum hinn daginn. Slíkt hálfkák er Íslendingum ekki til sóma. Meðan ísraelsk stjórnvöld hegða sér eins og villimenn ætti afstaðan gagnvart Ísrael ekki að vera öðruvísi en gagnvart ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Með því að slíta stjórnmálasambandinu gætu Íslendingar sýnt öðrum þjóðum gott fordæmi. Ef fleiri þjóðir settu Ísraelum stólinn fyrir dyrnar væri gríðarlegur þrýstingur settur á Ísraela og vonandi stórt skref stigið í átt að réttlæti og friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt bandaríski herinn sé farinn af landi brott má ekki gleyma því að Ísland tilheyrir enn hernaðarbandalaginu NATO og aðildin kostar ríkissjóð rúmlega 87 milljónir króna á ári. Eftir fall Sovétríkjanna hefur hlutverk NATO breyst; það hefur fært út anga sína, sniðgengið alþjóðasáttmála og orðið að eins konar taglhnýtingi kapítalískrar heimsvaldastefnu. Bandalagið er meðal annars frægt fyrir að rústa skólum og sjúkrahúsum í Júgóslavíu, aðstoða hernámsöfl stríðsþjáðra landa, beita sér gegn kjarnorkuafvopnun og starfa náið með Ísraelsher. Jafnframt hefur herstjórn bandalagsins allt frá upphafi verið í höndum bandarískra herforingja og ætti því að liggja í augum uppi hverra hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Aðild Íslands að NATO er smánarblettur fyrir land og þjóð. Með henni er þjóðin bendluð við eyðileggingu, kúgun og fjöldamorð. Með því að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og ganga úr Atlantshafsbandalaginu myndu Íslendingar sýna vestrænni heimsvaldastefnu réttmæta vanþóknun og uppskera þakklæti kúgaðra þjóða í heiminum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Í stefnulýsingu Samfylkingarinnar segir að flokkurinn leggi ,,áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum." Jafnframt stendur í stefnuskrá Vinstri grænna að langvarandi kúgun Ísraela á Palestínumönnum verði að linna og að Ísland eigi að ganga úr NATO. Í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir kenna sig bersýnilega við friðsamlega utanríkisstefnu vil ég varpa fram tveimur kunnuglegum tillögum. 1. Ísland slíti tafarlaust stjórnmálasambandinu við Ísrael. Í meira en 60 ár hafa ísraelskir zíonistar framið kerfisbundin fjöldamorð á Palestínumönnum, hrakið þá frá heimkynnum sínum og kallað yfir þá kúgun og volæði. Auðvitað hafa Palestínumenn ekki látið það þegjandi yfir sig ganga en skæruliðar þeirra mega sín lítils frammi fyrir gríðarlegum hernaðarmætti Ísraela. Þrátt fyrir að brjóta alþjóðalög æ ofan í æ njóta Ísraelar fjárhagslegs og hernaðarlegs stuðnings bandarískra stjórnvalda og jafnframt hafa Evrópuþjóðir sýnt zíonistum forkastanlega linkind. Hingað til hafa íslenskir ráðamenn fordæmt árásir Ísraela annan daginn en drukkið kaffibolla með þarlendum stjórnvöldum hinn daginn. Slíkt hálfkák er Íslendingum ekki til sóma. Meðan ísraelsk stjórnvöld hegða sér eins og villimenn ætti afstaðan gagnvart Ísrael ekki að vera öðruvísi en gagnvart ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Með því að slíta stjórnmálasambandinu gætu Íslendingar sýnt öðrum þjóðum gott fordæmi. Ef fleiri þjóðir settu Ísraelum stólinn fyrir dyrnar væri gríðarlegur þrýstingur settur á Ísraela og vonandi stórt skref stigið í átt að réttlæti og friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt bandaríski herinn sé farinn af landi brott má ekki gleyma því að Ísland tilheyrir enn hernaðarbandalaginu NATO og aðildin kostar ríkissjóð rúmlega 87 milljónir króna á ári. Eftir fall Sovétríkjanna hefur hlutverk NATO breyst; það hefur fært út anga sína, sniðgengið alþjóðasáttmála og orðið að eins konar taglhnýtingi kapítalískrar heimsvaldastefnu. Bandalagið er meðal annars frægt fyrir að rústa skólum og sjúkrahúsum í Júgóslavíu, aðstoða hernámsöfl stríðsþjáðra landa, beita sér gegn kjarnorkuafvopnun og starfa náið með Ísraelsher. Jafnframt hefur herstjórn bandalagsins allt frá upphafi verið í höndum bandarískra herforingja og ætti því að liggja í augum uppi hverra hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Aðild Íslands að NATO er smánarblettur fyrir land og þjóð. Með henni er þjóðin bendluð við eyðileggingu, kúgun og fjöldamorð. Með því að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og ganga úr Atlantshafsbandalaginu myndu Íslendingar sýna vestrænni heimsvaldastefnu réttmæta vanþóknun og uppskera þakklæti kúgaðra þjóða í heiminum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun