Danske Bank gekk berserksgang á írska lánamarkaðinum 17. febrúar 2010 09:56 Danske Bank setti lærdóma um góðar bankahefðir til hliðar, steig bensíngjöfina í botn og sendi útlánavöxtinn í írskum útibúum sínum upp í gegnum þakið á árunum 2006 og 2007. Útlánavöxtur bankans var verri en hjá Roskilde Bank.Þannig hefst grein á business.dk um starfsemi Danske Bank á írska lánamarkaðinn en svo virðist sem bankinn hafi algerlega tapað sér á þeim markaði. Eftir stendur í uppgjör ársins fyrir 2009 að bankinn tapaði tæpum 5 milljörðum danskra kr. á írskum eignum sínum og tapið af lánastarfseminni á Írlandi nam 50 milljörðum danskra kr. Samtals nemur tapið því tæpum 1.300 milljörðum kr.Á tímabili árin 2006- 2007 jukust útlán Danske Bank á Írlandi um 50% milli ársfjórðunga. Sama staða hjá Roskilde Bank, sem nú er gjaldþrota, á danska markaðinum á þessu tímabili leiddi til þess að sá banki komst undir nákvæmt eftirlit hjá danska fjármálaeftirlitinu sem gerði alvarlegar athugasemdir við þennan gífurlega vöxt.Útibú Danske Bank á Írlandi fengu að auka útlán sín úr 25 milljörðum danskra kr. árið 2005 og upp í 80 milljarða danskra kr. í ársbyrjun 2009 án þess að nokkrar athugasemdir væru gerðar af hálfu eftirlitsaðila, að því er segir á business.dk. Þar sem um útibú var að ræða en ekki dótturfélög heyrði eftirlitið undir danskar eftirlitsstofnanir.Bankasérfræðingurinn Bjarne Jensen hjá BJ Consult segir að staðan gæti orðið alvarleg fyrir Danske Bank. „Það er skítt að upplifa að góðum og gildum bankahefðum var hent út um gluggann," segir Jensen.Thomas Borgen bankastjóri Danske Bank vill ekki svara því hvort fjármálaeftirlitið hafi gert athugasemdir við írska starfsemi bankans árin 2006-20007. „Okkar mat á þeim tíma var að um heilbrigðan vöxt væri að ræða," segir Borgen. „Það er augljóst að við sáum ekki algert hrun írska hagkerfisins fyrir. Ef við hefðum gert það hefði vöxturinn ekki orðið svona mikill. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danske Bank setti lærdóma um góðar bankahefðir til hliðar, steig bensíngjöfina í botn og sendi útlánavöxtinn í írskum útibúum sínum upp í gegnum þakið á árunum 2006 og 2007. Útlánavöxtur bankans var verri en hjá Roskilde Bank.Þannig hefst grein á business.dk um starfsemi Danske Bank á írska lánamarkaðinn en svo virðist sem bankinn hafi algerlega tapað sér á þeim markaði. Eftir stendur í uppgjör ársins fyrir 2009 að bankinn tapaði tæpum 5 milljörðum danskra kr. á írskum eignum sínum og tapið af lánastarfseminni á Írlandi nam 50 milljörðum danskra kr. Samtals nemur tapið því tæpum 1.300 milljörðum kr.Á tímabili árin 2006- 2007 jukust útlán Danske Bank á Írlandi um 50% milli ársfjórðunga. Sama staða hjá Roskilde Bank, sem nú er gjaldþrota, á danska markaðinum á þessu tímabili leiddi til þess að sá banki komst undir nákvæmt eftirlit hjá danska fjármálaeftirlitinu sem gerði alvarlegar athugasemdir við þennan gífurlega vöxt.Útibú Danske Bank á Írlandi fengu að auka útlán sín úr 25 milljörðum danskra kr. árið 2005 og upp í 80 milljarða danskra kr. í ársbyrjun 2009 án þess að nokkrar athugasemdir væru gerðar af hálfu eftirlitsaðila, að því er segir á business.dk. Þar sem um útibú var að ræða en ekki dótturfélög heyrði eftirlitið undir danskar eftirlitsstofnanir.Bankasérfræðingurinn Bjarne Jensen hjá BJ Consult segir að staðan gæti orðið alvarleg fyrir Danske Bank. „Það er skítt að upplifa að góðum og gildum bankahefðum var hent út um gluggann," segir Jensen.Thomas Borgen bankastjóri Danske Bank vill ekki svara því hvort fjármálaeftirlitið hafi gert athugasemdir við írska starfsemi bankans árin 2006-20007. „Okkar mat á þeim tíma var að um heilbrigðan vöxt væri að ræða," segir Borgen. „Það er augljóst að við sáum ekki algert hrun írska hagkerfisins fyrir. Ef við hefðum gert það hefði vöxturinn ekki orðið svona mikill.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira