Century Aluminium fær meðbyr til að endurræsa álver 15. mars 2010 08:22 Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira