Lyfjadómstóll ítalska Ólympíusambandsins hefur dæmt rúmenska framherjann Adrian Mutu í níu mánaða keppnisbann eftir að hann féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin í leikjum Fiorentina í janúar.
Mutu féll á tveimur lyfjaprófum eftir leiki Fiorentina gegn Bari og Lazio í janúarmánuði en Mutu skoraði meðal annars tvö mörk í 3-2 sigurleik Fiorentina á Lazio.
Þetta þýðir að Mutu má ekki spila með Fiorentina-liðinu þangað til 29. október næstkomandi. Mutu hefur skorað 4 mörk í 10 leikjum með liðinu á þessu tímabili
„Ég er ekki ánægður," sagði hinn 31 árs gamli Mutu og bætti við: „Svona langt leikbann fyrir að taka inn hægðalyf er alltof strangt," sagði Mutu sem var dæmdur í sjö mánaða bann árið 2004 þegar kókaín fannst í sýni hans en þá var hann leikmaður Chelsea.
Adrian Mutu dæmdur í níu mánaða keppnisbann
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn