Sport

Hrafnhildur tryggði sér farseðillinn til Dubai í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH.
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH. Mynd/Eyþór

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH í Hafnarfirði náði góðum árangri á Páskamóti SH sem var haldið í Ásvallalaug um helgina.

Hrafnhildur var ein af 180 þátttakendum á mótinu og náði besta árangri mótsins þegar hún tryggði sér farseðillinn á HM í Dubai í desember með flottu 100 metra bringusundi.

Hrafnhildur synti vel undir lágmörkunum á HM þegar með því að synda 100 metra bringusund á tímanum 1 mínúta og 9.06 sekúndur.

Hrafnhildur fer því til Dubai í desember til þess að keppa á heimsmeistaramótinu í 25m laug en lágmark Sundsambandsins fyrir 100m bringusund er 1.09.70.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×