Viðskipti erlent

Zuckerberg veitir risastyrk til menntunar í New Jersey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook samskiptasíðunnar, er einn ríkasti maður í heimi. Mynd/ afp.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook samskiptasíðunnar, er einn ríkasti maður í heimi. Mynd/ afp.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook samskiptasíðunnar, gaf á föstudaginn 100 milljónir bandaríkjadala í sjóð sem er ætlað að styðja við menntun í Newark í New Jersey. Hann var hræddur um að opinber umfjöllun um málið yrði lituð af umfjöllun um kvikmyndina „The Social Network" sem fjallar öðrum þræði um Zuckerber sjálfan. Upphæð styrksins samsvarar 11,5 milljörðum króna.

Zuckerberg tilkynnti formlega um þessa styrkveitingu á fundi með Chris Christie, fylkisstjóra í New Jersey, og Cary Booker, borgarstjóra í Newark, fáeinum stundum eftir að hann ræddi um þær í viðtali við Opruh Winfrey. Christie og Booker munu stýra sjóðnum með styrknum frá Zuckerberg.

Þegar Zuckerberg var spurður hvort að hann hafi tímasett þessa styrkveitingu með það til hliðsjónar að verið var að frumsýna mynd um Zuckerberg, þar sem honum er lýst sem frekar ómerkilegum manni, þverneitaði hann því. Hann sagðist frekar hafa ætlað að fresta styrkveitingunni vegna sýningar myndarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×