Wikileaks: Íslenskir karlmenn seldu aðgang að erlendum eiginkonum 8. desember 2010 11:21 Björn Bjarnason talaði niður vandann þegar hann var dómsmálaráðherra, að mati starfsmanna bandaríska sendiráðsins Mynd: Vilhelm Gunnarsson Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali. WikiLeaks Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali.
WikiLeaks Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira