Sport

Ragnheiður og Jakob Jóhann komust ekki áfram í morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Hvorki Ragnheiður Ragnarsdóttir né Jakob Jóhann Sveinsson komust áfram upp úr undanrásum í sínum greinum á HM í sundi í 25 m laug sem fer nú fram í Dúbæ.

Jakob Jóhann keppti í 50 m bringusundi og synti á 27,80 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma á árinu. Hann náði þó ekki að bæta Íslandsmetið sitt og varð í 29. sæti af 89 keppendum.

Ragnheiður synti í 50 m skriðsundi og kom í mark á 25,06 sekúndum og var ekki langt frá því að komast í undanúrslit en hún varð í 23. sæti.

Jakob Jóhann og Ragnheiður hafa bæði lokið keppni á mótinu en Ragnheiður náði að setja eitt Íslandsmet í Dúbæ, í 100 m skriðsundi.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sem sett hefur þrjú Íslandsmet á mótinu, keppir í 200 m bringusundi á lokadegi mótsins á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×