Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu - fréttaskýring 29. desember 2010 06:00 Þungur róður Ríkisstjórnin stendur veik eftir hjásetu stjórnarliða á dögunum og yfirlýsingu Lilju Mósesdóttur um að hún íhugi að segja sig úr þingflokki VG. Þingflokksfundur VG í næstu viku er lykilstund fyrir stjórnina. fréttablaðið/vilhelm Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira