Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu - fréttaskýring 29. desember 2010 06:00 Þungur róður Ríkisstjórnin stendur veik eftir hjásetu stjórnarliða á dögunum og yfirlýsingu Lilju Mósesdóttur um að hún íhugi að segja sig úr þingflokki VG. Þingflokksfundur VG í næstu viku er lykilstund fyrir stjórnina. fréttablaðið/vilhelm Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira