Skattaskýrsla lengdi bið eftir barni 3. desember 2010 05:00 Frá Kína Flest börn sem eru ættleidd af íslenskum foreldrum koma frá Kína. Um hundrað eru á biðlista hérlendis. mynd/getty „Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal. Tilefnið var breytt vinnulag hennar við meðferð umsókna um ættleiðingar eftir hrunið og hert eftirlit með fjárhag umsækjenda. Sýslumaður sendi umsækjendum, sem eru í endurnýjunarferli með forsamþykki til ættleiðingar, bréf fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hún hafi farið þess á leit við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna að farið verði vandlega yfir núverandi eigna- og skuldastöðu umsækjenda. Sama eigi við um hugsanlegar breytingar á öðrum högum fólks, eins og hvort viðkomandi hafi enn vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif þess á fjárhag einstaklinga og fjölskyldna. Vigdís sendi athugasemdir til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að vinnulag sýslumanns fari í bága við helstu meginreglur stjórnsýsluréttar og beri vott um „afar bága stjórnsýsluhætti af hálfu sýslumanns.“ Í athugasemdunum kemur fram að sýslumaður óskaði eftir því við umsækjendur að þeir skiluðu skattframtali fyrir árið 2009 áður en framtalsfrestur var liðinn, og afgreiðslu umsókna var frestað á meðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta sé aðeins eitt dæmi þess að Áslaug gangi hart fram og geri kröfur sem enga stoð eigi í lögum og reglum. Hefur hún til dæmis sett það fyrir sig að umsækjendur búi í leiguhúsnæði, sem hefur tafið afgreiðslu umsóknar. Sýslumaður sendi ráðuneytinu álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar eftir því var leitað. Í stuttu máli hafnar hún öllu sem kemur fram í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með alvarlegum hætti bæði vankunnáttu og skorti á skilningi á þeim lögum, reglum og alþjóðlegu samningum um ættleiðingar sem sýslumanni ber að fara eftir.“ Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ segir að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga, hún sé bæði lögmæt og vönduð. Vigdís telur meðferð ráðuneytisins með ólíkindum og málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira
„Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal. Tilefnið var breytt vinnulag hennar við meðferð umsókna um ættleiðingar eftir hrunið og hert eftirlit með fjárhag umsækjenda. Sýslumaður sendi umsækjendum, sem eru í endurnýjunarferli með forsamþykki til ættleiðingar, bréf fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hún hafi farið þess á leit við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna að farið verði vandlega yfir núverandi eigna- og skuldastöðu umsækjenda. Sama eigi við um hugsanlegar breytingar á öðrum högum fólks, eins og hvort viðkomandi hafi enn vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif þess á fjárhag einstaklinga og fjölskyldna. Vigdís sendi athugasemdir til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að vinnulag sýslumanns fari í bága við helstu meginreglur stjórnsýsluréttar og beri vott um „afar bága stjórnsýsluhætti af hálfu sýslumanns.“ Í athugasemdunum kemur fram að sýslumaður óskaði eftir því við umsækjendur að þeir skiluðu skattframtali fyrir árið 2009 áður en framtalsfrestur var liðinn, og afgreiðslu umsókna var frestað á meðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta sé aðeins eitt dæmi þess að Áslaug gangi hart fram og geri kröfur sem enga stoð eigi í lögum og reglum. Hefur hún til dæmis sett það fyrir sig að umsækjendur búi í leiguhúsnæði, sem hefur tafið afgreiðslu umsóknar. Sýslumaður sendi ráðuneytinu álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar eftir því var leitað. Í stuttu máli hafnar hún öllu sem kemur fram í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með alvarlegum hætti bæði vankunnáttu og skorti á skilningi á þeim lögum, reglum og alþjóðlegu samningum um ættleiðingar sem sýslumanni ber að fara eftir.“ Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ segir að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga, hún sé bæði lögmæt og vönduð. Vigdís telur meðferð ráðuneytisins með ólíkindum og málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira