Vilja samkeppni í sölu metans 14. september 2010 06:00 Við metanbíl Dofri Hermannsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur sagt skilið við vettvang stjórnmálanna og vinnur nú að því að koma upp afgreiðslustöðvum og aukinni framleiðslu á metangasi fyrir bifreiðar. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð nema til þess gass sem fari eftir leiðslu sem lögð hafi verið frá Álfsnesi og yfir í afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku. Dofri segir einkennilegt að þeim sem ætlað hafi í samkeppni við N1 í sölu á metangasi hafi hingað til verið vísað til N1 um kaup á gasinu. „Við sóttum hins vegar um leyfi til að kaupa á kostnaðarverði gas í heildsölu beint úr framleiðslustöðinni á Álfsnesi,“ segir Dofri og kveður alveg ljóst að eigi að nást markmið um að fjölga bílum sem aki á vistvænu innlendu eldsneyti, eins og metani, þá þurfi að bæta þjónustu við þá. „Við ætlum þá að setja gasið á sérstaka gáma sem við flytjum á afgreiðslustöðvarnar.“ Dofri segist hafa fengið vilyrði fyrir því að opnað verði á að hver sem er geti fengið keypt gas hjá Metani þegar lokið hafi verið við að finna heildsöluverð á gasið. „Þá verður gefinn út verðlisti sem væntanlega ræðst af því magni sem menn vilja kaupa,“ segir hann og kveður jafnvel von á því að Metan ljúki því verki fyrir mánaðamót. Dofri segir mjög spennandi að sjá hvaða verð verður sett á gasið, en honum sýnist að hreinsikostnaður nemi um 25 krónum á hvern rúmmetra gass. Metanorka hefur sótt um lóð fyrir fjölorkustöð bæði hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi, auk þess að vinna að uppsetningu slíkrar stöðvar á Reykjanesi í samstarfi við Orku- og tækniskóla Keilis. Þegar eru tvær afgreiðslustöðvar tilbúnar til uppsetningar. „Þá höfum við jafnframt óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um vinnslu á metani úr sorphaugunum þar með það fyrir augum að gefa Eyfirðingum líka kost á að keyra á metangasi,“ segir Dofri og kveður fráleitt að þjóð í efnahagsþrengingum skuli kveikja í metani sem ekki nýtist á bíla fyrir sem nemur milljörðum króna á ári hverju. Oft hefur verið bent á að notkun metangass fylgi umhverfisávinningur auk þess sem sparast myndi gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa eldsneyti frá útlöndum.- óká Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð nema til þess gass sem fari eftir leiðslu sem lögð hafi verið frá Álfsnesi og yfir í afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku. Dofri segir einkennilegt að þeim sem ætlað hafi í samkeppni við N1 í sölu á metangasi hafi hingað til verið vísað til N1 um kaup á gasinu. „Við sóttum hins vegar um leyfi til að kaupa á kostnaðarverði gas í heildsölu beint úr framleiðslustöðinni á Álfsnesi,“ segir Dofri og kveður alveg ljóst að eigi að nást markmið um að fjölga bílum sem aki á vistvænu innlendu eldsneyti, eins og metani, þá þurfi að bæta þjónustu við þá. „Við ætlum þá að setja gasið á sérstaka gáma sem við flytjum á afgreiðslustöðvarnar.“ Dofri segist hafa fengið vilyrði fyrir því að opnað verði á að hver sem er geti fengið keypt gas hjá Metani þegar lokið hafi verið við að finna heildsöluverð á gasið. „Þá verður gefinn út verðlisti sem væntanlega ræðst af því magni sem menn vilja kaupa,“ segir hann og kveður jafnvel von á því að Metan ljúki því verki fyrir mánaðamót. Dofri segir mjög spennandi að sjá hvaða verð verður sett á gasið, en honum sýnist að hreinsikostnaður nemi um 25 krónum á hvern rúmmetra gass. Metanorka hefur sótt um lóð fyrir fjölorkustöð bæði hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi, auk þess að vinna að uppsetningu slíkrar stöðvar á Reykjanesi í samstarfi við Orku- og tækniskóla Keilis. Þegar eru tvær afgreiðslustöðvar tilbúnar til uppsetningar. „Þá höfum við jafnframt óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um vinnslu á metani úr sorphaugunum þar með það fyrir augum að gefa Eyfirðingum líka kost á að keyra á metangasi,“ segir Dofri og kveður fráleitt að þjóð í efnahagsþrengingum skuli kveikja í metani sem ekki nýtist á bíla fyrir sem nemur milljörðum króna á ári hverju. Oft hefur verið bent á að notkun metangass fylgi umhverfisávinningur auk þess sem sparast myndi gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa eldsneyti frá útlöndum.- óká
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira