Vilja samkeppni í sölu metans 14. september 2010 06:00 Við metanbíl Dofri Hermannsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur sagt skilið við vettvang stjórnmálanna og vinnur nú að því að koma upp afgreiðslustöðvum og aukinni framleiðslu á metangasi fyrir bifreiðar. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð nema til þess gass sem fari eftir leiðslu sem lögð hafi verið frá Álfsnesi og yfir í afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku. Dofri segir einkennilegt að þeim sem ætlað hafi í samkeppni við N1 í sölu á metangasi hafi hingað til verið vísað til N1 um kaup á gasinu. „Við sóttum hins vegar um leyfi til að kaupa á kostnaðarverði gas í heildsölu beint úr framleiðslustöðinni á Álfsnesi,“ segir Dofri og kveður alveg ljóst að eigi að nást markmið um að fjölga bílum sem aki á vistvænu innlendu eldsneyti, eins og metani, þá þurfi að bæta þjónustu við þá. „Við ætlum þá að setja gasið á sérstaka gáma sem við flytjum á afgreiðslustöðvarnar.“ Dofri segist hafa fengið vilyrði fyrir því að opnað verði á að hver sem er geti fengið keypt gas hjá Metani þegar lokið hafi verið við að finna heildsöluverð á gasið. „Þá verður gefinn út verðlisti sem væntanlega ræðst af því magni sem menn vilja kaupa,“ segir hann og kveður jafnvel von á því að Metan ljúki því verki fyrir mánaðamót. Dofri segir mjög spennandi að sjá hvaða verð verður sett á gasið, en honum sýnist að hreinsikostnaður nemi um 25 krónum á hvern rúmmetra gass. Metanorka hefur sótt um lóð fyrir fjölorkustöð bæði hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi, auk þess að vinna að uppsetningu slíkrar stöðvar á Reykjanesi í samstarfi við Orku- og tækniskóla Keilis. Þegar eru tvær afgreiðslustöðvar tilbúnar til uppsetningar. „Þá höfum við jafnframt óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um vinnslu á metani úr sorphaugunum þar með það fyrir augum að gefa Eyfirðingum líka kost á að keyra á metangasi,“ segir Dofri og kveður fráleitt að þjóð í efnahagsþrengingum skuli kveikja í metani sem ekki nýtist á bíla fyrir sem nemur milljörðum króna á ári hverju. Oft hefur verið bent á að notkun metangass fylgi umhverfisávinningur auk þess sem sparast myndi gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa eldsneyti frá útlöndum.- óká Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð nema til þess gass sem fari eftir leiðslu sem lögð hafi verið frá Álfsnesi og yfir í afgreiðslustöð N1 í Ártúnsbrekku. Dofri segir einkennilegt að þeim sem ætlað hafi í samkeppni við N1 í sölu á metangasi hafi hingað til verið vísað til N1 um kaup á gasinu. „Við sóttum hins vegar um leyfi til að kaupa á kostnaðarverði gas í heildsölu beint úr framleiðslustöðinni á Álfsnesi,“ segir Dofri og kveður alveg ljóst að eigi að nást markmið um að fjölga bílum sem aki á vistvænu innlendu eldsneyti, eins og metani, þá þurfi að bæta þjónustu við þá. „Við ætlum þá að setja gasið á sérstaka gáma sem við flytjum á afgreiðslustöðvarnar.“ Dofri segist hafa fengið vilyrði fyrir því að opnað verði á að hver sem er geti fengið keypt gas hjá Metani þegar lokið hafi verið við að finna heildsöluverð á gasið. „Þá verður gefinn út verðlisti sem væntanlega ræðst af því magni sem menn vilja kaupa,“ segir hann og kveður jafnvel von á því að Metan ljúki því verki fyrir mánaðamót. Dofri segir mjög spennandi að sjá hvaða verð verður sett á gasið, en honum sýnist að hreinsikostnaður nemi um 25 krónum á hvern rúmmetra gass. Metanorka hefur sótt um lóð fyrir fjölorkustöð bæði hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi, auk þess að vinna að uppsetningu slíkrar stöðvar á Reykjanesi í samstarfi við Orku- og tækniskóla Keilis. Þegar eru tvær afgreiðslustöðvar tilbúnar til uppsetningar. „Þá höfum við jafnframt óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um vinnslu á metani úr sorphaugunum þar með það fyrir augum að gefa Eyfirðingum líka kost á að keyra á metangasi,“ segir Dofri og kveður fráleitt að þjóð í efnahagsþrengingum skuli kveikja í metani sem ekki nýtist á bíla fyrir sem nemur milljörðum króna á ári hverju. Oft hefur verið bent á að notkun metangass fylgi umhverfisávinningur auk þess sem sparast myndi gjaldeyrir sem annars færi í að kaupa eldsneyti frá útlöndum.- óká
Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira