Umræða á grunni staðreynda Ólafur Stephensen skrifar 18. júní 2010 07:00 Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda. Fólk getur þá rætt málið út frá því hvað sett er fram við samningaborðið, af hálfu ESB og Íslands, en ekki með hliðsjón af ágizkunum, tröllasögum eða bábiljum á borð við þær að ESB-aðild hafi herskyldu í för með sér eða að fiskimiðin fyllist af útlendum togurum. Þá verður sömuleiðis hægt að halda sig við það sem ESB-ríkin setja fram sameiginlega og forðast andlegt uppnám eins og það sem varð í lok þinghaldsins í fyrradag, þegar alþingismenn fengu skyndilega miklar áhyggjur af þekktri afstöðu Þjóðverja í hvalveiðimálum. Evrópusambandið hefur marga galla og marga kosti. Nú hefst smíði aðildarsamnings, sem mun vafalaust innihalda hvort tveggja. Á grundvelli hans mun þjóðin svo gera upp hug sinn, að einhverjum árum liðnum. Ekki er hægt að segja til um það í dag hver verður þá niðurstaðan. Rétt er að hafa í huga að reynslan sýnir að afgerandi málamiðlanir, sem snúa að grundvallarhagsmunum ríkja sem sækja um aðild að ESB, eru yfirleitt ekki gerðar fyrr en á lokaspretti samningaviðræðna. Í samþykkt leiðtogaráðsins eru óbeinar tilvísanir til Icesave-málsins, þótt það sé ekki nefnt beint. Það að málið sé enn óleyst hindrar ekki að aðildarviðræður hefjist, eins og fram kom hér í blaðinu í fyrradag. Hugsanlega gæti það seinkað þeim hluta viðræðnanna sem snýr að fjármálastofnunum. Það sem skiptir þó meginmáli er að íslenzkt efnahagslíf þarf nauðsynlega á því að halda að Icesave-deilan leysist sem fyrst, alveg burtséð frá hugsanlegri ESB-aðild. Þeir sem enn telja að ástæða sé til að þvælast fyrir lausn málsins til að koma í veg fyrir ESB-aðild eftir nokkur ár valda landinu eingöngu skaða. Almenningsálitið er nú ESB-aðild andsnúið. Það var það ekki fyrir ári og aftur getur orðið breyting á. Erfitt efnahagsástand í mörgum ESB-ríkjum og Icesave-deilan hafa haft sín áhrif á viðhorfið á Íslandi undanfarið. Efnahagurinn getur batnað og Icesave-deilan verður að leysast. Önnur staða kann að verða uppi þegar aðildarsamningurinn liggur fyrir. Fordæmi eru fyrir því, t.d. í Svíþjóð, að almenningsálitið sé aðild andsnúið á einhverju stigi aðildarferlisins, en þjóðin samþykki aðild engu að síður. Annars er jákvætt hversu margir stjórnmálamenn, sem eru andsnúnir aðild að ESB, eru nú viðkvæmir fyrir almenningsálitinu eins og það kemur fram í könnunum. Þeir töldu ekki að neitt ætti að gera með það þegar þjóðin sagðist árum saman fylgjandi ESB-aðild í sams konar könnunum. Um það eru hins vegar allir sammála, að hin endanlega mæling almenningsálitsins er gerð með þjóðaratkvæðagreiðslu og niðurstaða hennar gildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda. Fólk getur þá rætt málið út frá því hvað sett er fram við samningaborðið, af hálfu ESB og Íslands, en ekki með hliðsjón af ágizkunum, tröllasögum eða bábiljum á borð við þær að ESB-aðild hafi herskyldu í för með sér eða að fiskimiðin fyllist af útlendum togurum. Þá verður sömuleiðis hægt að halda sig við það sem ESB-ríkin setja fram sameiginlega og forðast andlegt uppnám eins og það sem varð í lok þinghaldsins í fyrradag, þegar alþingismenn fengu skyndilega miklar áhyggjur af þekktri afstöðu Þjóðverja í hvalveiðimálum. Evrópusambandið hefur marga galla og marga kosti. Nú hefst smíði aðildarsamnings, sem mun vafalaust innihalda hvort tveggja. Á grundvelli hans mun þjóðin svo gera upp hug sinn, að einhverjum árum liðnum. Ekki er hægt að segja til um það í dag hver verður þá niðurstaðan. Rétt er að hafa í huga að reynslan sýnir að afgerandi málamiðlanir, sem snúa að grundvallarhagsmunum ríkja sem sækja um aðild að ESB, eru yfirleitt ekki gerðar fyrr en á lokaspretti samningaviðræðna. Í samþykkt leiðtogaráðsins eru óbeinar tilvísanir til Icesave-málsins, þótt það sé ekki nefnt beint. Það að málið sé enn óleyst hindrar ekki að aðildarviðræður hefjist, eins og fram kom hér í blaðinu í fyrradag. Hugsanlega gæti það seinkað þeim hluta viðræðnanna sem snýr að fjármálastofnunum. Það sem skiptir þó meginmáli er að íslenzkt efnahagslíf þarf nauðsynlega á því að halda að Icesave-deilan leysist sem fyrst, alveg burtséð frá hugsanlegri ESB-aðild. Þeir sem enn telja að ástæða sé til að þvælast fyrir lausn málsins til að koma í veg fyrir ESB-aðild eftir nokkur ár valda landinu eingöngu skaða. Almenningsálitið er nú ESB-aðild andsnúið. Það var það ekki fyrir ári og aftur getur orðið breyting á. Erfitt efnahagsástand í mörgum ESB-ríkjum og Icesave-deilan hafa haft sín áhrif á viðhorfið á Íslandi undanfarið. Efnahagurinn getur batnað og Icesave-deilan verður að leysast. Önnur staða kann að verða uppi þegar aðildarsamningurinn liggur fyrir. Fordæmi eru fyrir því, t.d. í Svíþjóð, að almenningsálitið sé aðild andsnúið á einhverju stigi aðildarferlisins, en þjóðin samþykki aðild engu að síður. Annars er jákvætt hversu margir stjórnmálamenn, sem eru andsnúnir aðild að ESB, eru nú viðkvæmir fyrir almenningsálitinu eins og það kemur fram í könnunum. Þeir töldu ekki að neitt ætti að gera með það þegar þjóðin sagðist árum saman fylgjandi ESB-aðild í sams konar könnunum. Um það eru hins vegar allir sammála, að hin endanlega mæling almenningsálitsins er gerð með þjóðaratkvæðagreiðslu og niðurstaða hennar gildir.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun