Innlent

Óli Björn þakkar lögreglunni fyrir björgunina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Ég var staddur fyrir utan girðinguna. Það var gripið í mig og mér hent inn fyrir girðinguna. Lögreglan bjargaði mér og ég er afar þakklátur henni fyrir það," segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir sagði frá því í morgun að Óli Björn hafi verið fjarlægður af lögreglunni. Óli Björn segir þá fullyrðingu vera misskilning.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að mótmælin hafi farið mjög vel fram miðað við það hve mikill mannfjöldi var saman kominn í miðborginni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×