Inter vann í dag 1-0 sigur á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á útivelli. Mario Balotelli skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu.
Þar með er Inter komið með ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar en AC Milan er í öðru sæti og á tvo leiki til góða.
Heil umferð fer fram í ítölsku umferðinni í dag en henni lýkur með kvöldleik AC Milan og Genoa.