Samhæfa þarf viðbrögð við áföllum 16. september 2010 02:30 Í Andrews-ráðstefnusalnum að Ásbrú Ótal sérfræðingar frá fjölda stofnana og fyrirtækja sem koma að flugiðnaði, ræða lærdóm þann sem draga má af eldgosinu í Eyjafjallajökli snemmsumars á ráðstefnu Keilis á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/GVA Eldgosið í Eyjafjallajökli snemmsumars ýtir á að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um samhæfðari reglusetningu og flugumferðarstjórn í Evrópu, að sögn Daniels Calleja, sem fer með málefni flugumferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Calleja, ásamt fjölda sérfræðinga á sviði flugmála víðs vegar að úr heiminum, er gestur á yfirstandandi ráðstefnu Keilis um hvaða lærdóm megi draga af eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur. Um 250 manns sitja ráðstefnuna, sem haldin er í samvinnu við forsetaembættið, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem tengjast flugiðnaði, háskóla og félagasamtök, auk fjölda evrópskra og alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur í dag, en í grófri samantekt gærdagsins mætti segja að margir sérfræðinganna hafi verið sammála um að nokkuð vel hafi tekist til á erfiðum tímum þegar gosið hófst. Miklum gögnum hafi verið safnað og nú sé unnið að úrvinnslu þeirra með enn frekari umbætur fyrir augum. Í erindi sínu kvað Daniel Calleja ætlun sína að draga upp mynd af viðbrögðum Evrópusambandsins vegna öskuvárinnar frá Íslandi í sumar. Um leið lagði hann áherslu á að einnig þyrfti að bregðast við til þess að vera búinn undir önnur eldgos sem kunni að verða. Benti hann á að vegna gossins og flugbanns í Evrópu frá 15. til 21. apríl hafi þurft að aflýsa yfir 100 þúsund flugferðum sem hafi haft áhrif á um það bil tíu milljónir farþega. Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Upphæðin nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Hann segir samgönguráðherra Evrópusambandsríkja hafa í apríl staðið frammi fyrir þremur leiðum til að bregðast við. Ein var að breyta engu og vona það besta. Önnur að eftirláta flugfélögum ákvörðunina um hvort flogið yrði. Og sú þriðja að grípa til nýrrar nálgunar. Sá kostur varð ofan á og því voru samræmdar lokanir flugsvæða og eftirlits teknar upp. Hömlum á flugumferð var svo aflétt 20. apríl. Calleja segir að gripið hafi verið til margvíslegra úrbóta á sviði flugumferðarstjórnar í Evrópu í kjölfar gossins, en þar þurfi enn að bæta svo sem með stofnun samráðshóps vegna áfalla í flugrekstri (EACCC), þróun nýrrar aðferðafræði við áhættumat og með því að flýta áætlunum um Evrópu sem eitt flugumferðarsvæði (e. Single European Sky). olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli snemmsumars ýtir á að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um samhæfðari reglusetningu og flugumferðarstjórn í Evrópu, að sögn Daniels Calleja, sem fer með málefni flugumferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Calleja, ásamt fjölda sérfræðinga á sviði flugmála víðs vegar að úr heiminum, er gestur á yfirstandandi ráðstefnu Keilis um hvaða lærdóm megi draga af eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur. Um 250 manns sitja ráðstefnuna, sem haldin er í samvinnu við forsetaembættið, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem tengjast flugiðnaði, háskóla og félagasamtök, auk fjölda evrópskra og alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur í dag, en í grófri samantekt gærdagsins mætti segja að margir sérfræðinganna hafi verið sammála um að nokkuð vel hafi tekist til á erfiðum tímum þegar gosið hófst. Miklum gögnum hafi verið safnað og nú sé unnið að úrvinnslu þeirra með enn frekari umbætur fyrir augum. Í erindi sínu kvað Daniel Calleja ætlun sína að draga upp mynd af viðbrögðum Evrópusambandsins vegna öskuvárinnar frá Íslandi í sumar. Um leið lagði hann áherslu á að einnig þyrfti að bregðast við til þess að vera búinn undir önnur eldgos sem kunni að verða. Benti hann á að vegna gossins og flugbanns í Evrópu frá 15. til 21. apríl hafi þurft að aflýsa yfir 100 þúsund flugferðum sem hafi haft áhrif á um það bil tíu milljónir farþega. Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Upphæðin nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Hann segir samgönguráðherra Evrópusambandsríkja hafa í apríl staðið frammi fyrir þremur leiðum til að bregðast við. Ein var að breyta engu og vona það besta. Önnur að eftirláta flugfélögum ákvörðunina um hvort flogið yrði. Og sú þriðja að grípa til nýrrar nálgunar. Sá kostur varð ofan á og því voru samræmdar lokanir flugsvæða og eftirlits teknar upp. Hömlum á flugumferð var svo aflétt 20. apríl. Calleja segir að gripið hafi verið til margvíslegra úrbóta á sviði flugumferðarstjórnar í Evrópu í kjölfar gossins, en þar þurfi enn að bæta svo sem með stofnun samráðshóps vegna áfalla í flugrekstri (EACCC), þróun nýrrar aðferðafræði við áhættumat og með því að flýta áætlunum um Evrópu sem eitt flugumferðarsvæði (e. Single European Sky). olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira