Innlent

Skila ekki upplýsingum á réttum tíma

frá kosningu í maí Ekki er gott til afspurnar þegar spyrst út að frambjóðendur halda sig ekki innan laga, að sögn skrifstofustjóra Ríkisendurskoðunar. Fréttablaðið/Daníel
frá kosningu í maí Ekki er gott til afspurnar þegar spyrst út að frambjóðendur halda sig ekki innan laga, að sögn skrifstofustjóra Ríkisendurskoðunar. Fréttablaðið/Daníel

Tæpur helmingur þeirra sem buðu fram í forvali eða prófkjöri stjórnmálasamtaka vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor hefur skilað upplýsingum um kostnað við framboð sitt.

„Menn í pólitík þurfa að spyrja sig hvort það er vænlegt að láta það spyrjast út að þeir skila ekki svona upplýsingum,“ segir Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri Ríkisendurskoðunar sem birt hefur upplýsingar um skilin.

Af 442 frambjóðendum hafa aðeins 215 skilað fullnægjandi upplýsingum, eða rúm 48 prósent. Framsóknarflokkurinn sker sig úr en allir frambjóðendur flokksins hafa gert grein fyrir sér. Af þeim 215 sem skiluðu af sér gera fimm grein fyrir einstökum framlögum. Öll eru þau við þrjú hundruð þúsund krónur eða lægri.

Lögum samkvæmt hafa frambjóðendur hálft ár til að skila upplýsingum um kostnað umfram þrjú hundruð þúsund krónur eða skila inn yfirlýsingu þess efnis.

Kosningar til borgar- og sveitarstjórna voru í enda maí og rann frestur til að skila inn gögnum um framboðskostnað út um mánaðamótin. Ekki er refsað fyrir slæleg skil.

Lögunum hefur nú verið breytt, frambjóðendur til stjórnlagaþings fá þrjá mánuði til að senda frá sér upplýsingar um kostnað við framboðið og má sekta fyrir slæleg skil. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×