Fimm manna þjófagengi handtekið 25. ágúst 2010 06:15 mennirnir teknir Mennirnir voru handteknir í gærmorgun í íbúð í Árbæjarhverfinu. Hópur lögreglumanna á mörgum bílum gekk hratt til verks og gengu handtökurnar fljótt og vel fyrir sig. Hér er einn hinna grunuðu leiddur út í lögreglubíl. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Árbæjarhverfi í gærmorgun vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undanförnu. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grunuðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfirheyrslur þá enn yfir. Mennirnir eru íslenskir, á aldrinum frá tvítugu til þrítugs. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrjár húsleitir hafi verið gerðar í gær og þegar hafi tekist að tengja mennina við þrjú innbrot, en áfram sé unnið í málinu. „Við höfum þegar fundið sönnunargögn, sem eru hlutir úr þremur innbrotum. Um er að ræða tölvubúnað, skjái og myndvarpa.“ Árni segir að þýfið sé úr innbrotum í tvö fyrirtæki og skóla. Þjófarnir hafi greinilega verið á höttunum eftir auðseljanlegum hlutum. Spurður hversu mörgum innbrotum mennirnir séu grunaðir um að eiga aðild að segir Árni Þór að lögregla rannsaki nú öll óupplýst innbrot með hliðsjón af handtöku þeirra. „Við vitum ekki enn hvað þeir eiga aðild að mörgum þeirra.“ Árni Þór segir að innbrotum á svæðinu hafi fjölgað talsvert í ágúst miðað við mánuðina á undan. Fjöldi þjófnaðarbrota fari að hluta eftir því hverjir gangi lausir hverju sinni. Afkastamiklir menn geti valdið miklum usla á skömmum tíma og fjölgað innbrotum verulega. „En á svæðinu austan Elliðaáa hefur innbrotum fækkað á árinu, frá því sem var í fyrra, og við vonum að svo verði áfram. Lögreglan hvetur fólk til að ganga tryggilega frá húsum sínum og skilja ekki sýnileg verðmæti eftir í bílum.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Árbæjarhverfi í gærmorgun vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undanförnu. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grunuðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfirheyrslur þá enn yfir. Mennirnir eru íslenskir, á aldrinum frá tvítugu til þrítugs. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrjár húsleitir hafi verið gerðar í gær og þegar hafi tekist að tengja mennina við þrjú innbrot, en áfram sé unnið í málinu. „Við höfum þegar fundið sönnunargögn, sem eru hlutir úr þremur innbrotum. Um er að ræða tölvubúnað, skjái og myndvarpa.“ Árni segir að þýfið sé úr innbrotum í tvö fyrirtæki og skóla. Þjófarnir hafi greinilega verið á höttunum eftir auðseljanlegum hlutum. Spurður hversu mörgum innbrotum mennirnir séu grunaðir um að eiga aðild að segir Árni Þór að lögregla rannsaki nú öll óupplýst innbrot með hliðsjón af handtöku þeirra. „Við vitum ekki enn hvað þeir eiga aðild að mörgum þeirra.“ Árni Þór segir að innbrotum á svæðinu hafi fjölgað talsvert í ágúst miðað við mánuðina á undan. Fjöldi þjófnaðarbrota fari að hluta eftir því hverjir gangi lausir hverju sinni. Afkastamiklir menn geti valdið miklum usla á skömmum tíma og fjölgað innbrotum verulega. „En á svæðinu austan Elliðaáa hefur innbrotum fækkað á árinu, frá því sem var í fyrra, og við vonum að svo verði áfram. Lögreglan hvetur fólk til að ganga tryggilega frá húsum sínum og skilja ekki sýnileg verðmæti eftir í bílum.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira