Leita réttar síns eftir þriggja daga fangelsi 22. maí 2010 05:30 Í Leifsstöð Komu tveggja kvenna frá Rúmeníu hingað til lands bar upp á sama tíma og flugsamgöngur röskuðust í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Fréttablaðið/Pjetur Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Tvær konur frá Rúmeníu leita nú réttar síns eftir það sem þær vilja meina að hafi verið ólögmæt frelsissvipting þegar þær sóttu hér landið heim í síðasta mánuði. Við komuna til landsins 14. apríl síðastliðinn voru þær handteknar og þeim haldið í þrjá og hálfan sólarhring, að sögn annarrar konunnar, sem heitir Cristina Domnita Constantinescu. „Það var allt tekið af okkur og okkur haldið í fangaklefum. Við höfðum ekkert brotið af okkur og samt var okkur haldið allan þennan tíma. Það má ekki halda fólki lengur en einn sólarhring,“ segir hún og kveður lögreglu ítrekað hafa spurt hvort þær hafi verið hingað komnar til að stunda vinnu. „Ég hef verið hér áður og vann þá á Óðali, en var ekkert að fara að vinna núna, bara heimsækja vini og ganga frá bankamálum,“ bætir Cristina við. Lögregla mun hafa heimild til að handtaka fólk og vísa beint úr landi þyki sannað að það sé hingað komið í atvinnuleit og ætli að brjóta lög sem hér gilda um útlendinga. Eftir þennan tíma í fangelsi segir Cristina að sér og vinkonu hennar, hafi verið sleppt, en þær yfirgáfu svo landið 3. maí síðastliðinn. Hún segir mikilvægt að fá botn í málið til þess að forða því að fleiri lendi í viðlíka ofríki. „Svona má ekki koma fram við fólk.“ Áður en þær stöllur héldu heim á leið höfðu þær hafið umleitan til að leita réttar síns og nutu við það liðsinnis lögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Hann segir frásögn lögreglu af atburðum aðra en kvennanna, en hefur farið fram að að fá afhent frá lögreglu gögn málsins. Eftir að hafa skoðað þau komi betur í ljós hver framvindan kunni að verða. Nokkur bið hefur hins vegar orðið á afhendingu gagnanna frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Vilhjálmur segist þó gefa lögreglu nokkurra daga frest í viðbót til að afhenda þau. „Annars geri ég kröfu fyrir héraðsdómi um að fá gögnin,“ segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira