Sveitarfélögin taka yfir málefni fatlaðra 21. desember 2010 02:30 Á leið í strætó Umfangsmiklar breytingar verða á starfsemi sveitarfélaga með flutningi málefna fatlaðra til þeirra. fréttablaðið/vilhelm Lög um flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga voru samþykkt á laugardag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir jól. Flutningurinn hefur verið lengi í bígerð en lagasetningin var lokahnykkur vinnu sem hófst í febrúar 2007 að frumkvæði sveitarfélaganna. Undirbúning málsins má rekja aftur til 1996 þegar þingið ákvað að stefna bæri að yfirfærslunni. Fjórum árum síðar sigldi verkefnið í strand og lá óhreyft í sjö ár. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins um flutninginn varðar hann um 2.500 einstaklinga sem fá þjónustu vegna fötlun sinnar. Að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, er þó um fleiri að tefla því ekki hafi allir fatlaðir notið þjónustu á vegum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Vegna flutningsins færast um 1.500 starfsmenn í rúmlega 1.000 stöðugildum frá ríkinu til sveitarfélaga. Við þessa ákvörðun hefur skipting tekna milli ríkisins og sveitarfélaganna verið endurskoðuð. Færast rúmlega tíu milljarðar króna af skatttekjum til sveitarfélaga. Þjónustuþættir sem sveitarfélögin taka yfir eru sambýli, áfangastaðir, liðveisla, hæfingarstöðvar, dagvistarstofnanir, verndaðir vinnustaðir og atvinna með stuðningi, heimili fyrir börn og skammtímavistanir. Áfram hjá ríkinu verða náms- og starfsendurhæfing, Tölvumiðstöð fatlaðra, Múlalundur, Blindravinnustofan og vinnustaðir Öryrkjabandalagsins. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Lög um flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga voru samþykkt á laugardag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir jól. Flutningurinn hefur verið lengi í bígerð en lagasetningin var lokahnykkur vinnu sem hófst í febrúar 2007 að frumkvæði sveitarfélaganna. Undirbúning málsins má rekja aftur til 1996 þegar þingið ákvað að stefna bæri að yfirfærslunni. Fjórum árum síðar sigldi verkefnið í strand og lá óhreyft í sjö ár. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins um flutninginn varðar hann um 2.500 einstaklinga sem fá þjónustu vegna fötlun sinnar. Að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, er þó um fleiri að tefla því ekki hafi allir fatlaðir notið þjónustu á vegum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Vegna flutningsins færast um 1.500 starfsmenn í rúmlega 1.000 stöðugildum frá ríkinu til sveitarfélaga. Við þessa ákvörðun hefur skipting tekna milli ríkisins og sveitarfélaganna verið endurskoðuð. Færast rúmlega tíu milljarðar króna af skatttekjum til sveitarfélaga. Þjónustuþættir sem sveitarfélögin taka yfir eru sambýli, áfangastaðir, liðveisla, hæfingarstöðvar, dagvistarstofnanir, verndaðir vinnustaðir og atvinna með stuðningi, heimili fyrir börn og skammtímavistanir. Áfram hjá ríkinu verða náms- og starfsendurhæfing, Tölvumiðstöð fatlaðra, Múlalundur, Blindravinnustofan og vinnustaðir Öryrkjabandalagsins. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira