Sveitarfélögin taka yfir málefni fatlaðra 21. desember 2010 02:30 Á leið í strætó Umfangsmiklar breytingar verða á starfsemi sveitarfélaga með flutningi málefna fatlaðra til þeirra. fréttablaðið/vilhelm Lög um flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga voru samþykkt á laugardag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir jól. Flutningurinn hefur verið lengi í bígerð en lagasetningin var lokahnykkur vinnu sem hófst í febrúar 2007 að frumkvæði sveitarfélaganna. Undirbúning málsins má rekja aftur til 1996 þegar þingið ákvað að stefna bæri að yfirfærslunni. Fjórum árum síðar sigldi verkefnið í strand og lá óhreyft í sjö ár. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins um flutninginn varðar hann um 2.500 einstaklinga sem fá þjónustu vegna fötlun sinnar. Að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, er þó um fleiri að tefla því ekki hafi allir fatlaðir notið þjónustu á vegum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Vegna flutningsins færast um 1.500 starfsmenn í rúmlega 1.000 stöðugildum frá ríkinu til sveitarfélaga. Við þessa ákvörðun hefur skipting tekna milli ríkisins og sveitarfélaganna verið endurskoðuð. Færast rúmlega tíu milljarðar króna af skatttekjum til sveitarfélaga. Þjónustuþættir sem sveitarfélögin taka yfir eru sambýli, áfangastaðir, liðveisla, hæfingarstöðvar, dagvistarstofnanir, verndaðir vinnustaðir og atvinna með stuðningi, heimili fyrir börn og skammtímavistanir. Áfram hjá ríkinu verða náms- og starfsendurhæfing, Tölvumiðstöð fatlaðra, Múlalundur, Blindravinnustofan og vinnustaðir Öryrkjabandalagsins. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Lög um flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga voru samþykkt á laugardag – lokastarfsdegi Alþingis fyrir jól. Flutningurinn hefur verið lengi í bígerð en lagasetningin var lokahnykkur vinnu sem hófst í febrúar 2007 að frumkvæði sveitarfélaganna. Undirbúning málsins má rekja aftur til 1996 þegar þingið ákvað að stefna bæri að yfirfærslunni. Fjórum árum síðar sigldi verkefnið í strand og lá óhreyft í sjö ár. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins um flutninginn varðar hann um 2.500 einstaklinga sem fá þjónustu vegna fötlun sinnar. Að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkjabandalags Íslands, er þó um fleiri að tefla því ekki hafi allir fatlaðir notið þjónustu á vegum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra. Vegna flutningsins færast um 1.500 starfsmenn í rúmlega 1.000 stöðugildum frá ríkinu til sveitarfélaga. Við þessa ákvörðun hefur skipting tekna milli ríkisins og sveitarfélaganna verið endurskoðuð. Færast rúmlega tíu milljarðar króna af skatttekjum til sveitarfélaga. Þjónustuþættir sem sveitarfélögin taka yfir eru sambýli, áfangastaðir, liðveisla, hæfingarstöðvar, dagvistarstofnanir, verndaðir vinnustaðir og atvinna með stuðningi, heimili fyrir börn og skammtímavistanir. Áfram hjá ríkinu verða náms- og starfsendurhæfing, Tölvumiðstöð fatlaðra, Múlalundur, Blindravinnustofan og vinnustaðir Öryrkjabandalagsins. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira