Þjóðaratkvæði um stjórnleysi Þorsteinn Pálsson skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Eftir að Icesave hefur enn steytt á skeri blasir þjóðaratkvæði við. Þegar mál eru lögð fyrir þjóðina þarf það að gerast með þeim hætti að hún hafi úrslitavald um það á hvern veg þau eru til lykta leidd. Kjósendur eiga að ljúka deilu hvort sem þeir segja já eða nei. Nú er hins vegar svo komið að lögin sem greiða á atkvæði um eru með öllu marklaus. Þrennt hefur breyst. Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin með nýju samningstilboði viðurkennt í verki að lögin eru óásættanleg. Í öðru lagi hafa viðsemjendurnir þegar fallist á betri kost en lögin mæla fyrir um. Í þriðja lagi hefur stjórnarandstaðan að kröfu viðsemjendanna fengið eins konar úrslitavald um nýja samninga. Hún hefur ekki enn sýnt hvar þolmörkin verða sett. Það gerist tæplega meðan samningaviðræður eru ekki í gangi. Með öðrum orðum: Á borðinu er engin lausn til að kjósa um. Við ríkjandi aðstæður er því rökrétt að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi að fella lögin úr gildi og hætti þar með við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það eina sem fæst út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni er staðfesting á að landið er stjórnlaust. Gæti ekki verið rétt að bregðast strax við þeirri staðreynd? Fullveldið, völdin og ábyrgðin Það kom ekki á óvart þegar Bretar og Hollendingar gerðu kröfu um að stjórnarandstaðan kæmi að nýjum icesave- samningum. Sú nýja staða létti lund þorra fólks. Léttirinn er trúlega skýringin á því að fáir hafa horft á formlega hlið málsins. Með kröfu sinni voru ríkisstjórnir Bretlands og Hollands í raun og veru að brjóta gegn þeim fullveldisrétti þjóðarinnar að hún velji sjálf hverjir fara með stjórn á málum hennar. Það var ríkisstjórnar Íslands en ekki Bretlands og Hollands að kalla stjórnarandstöðuna til. Afstaða Breta og Hollendinga var þó vel skiljanleg í ljósi stöðunnar. Athyglisverðast er að ríkisstjórnin féllst á þetta skilyrði athugasemdalaust. Þrátt fyrir öflugan þingmeirihluta gat hún ekki leyst málið og átti því ekki annarra kosta völ nema að segja af sér. Það fannst henni verri kostur. Því tók hún niðurlægingunni hljóðalaust. Stjórnarandstöðuflokkarnir sýndu ábyrgð með því að koma inn í samninga á þessum forsendum. Þeir þurftu ekki að koma ríkisstjórninni til hjálpar. En fyrir vikið hvílir pólitíska ábyrgðin á lausn málsins nú bæði á stjórn og stjórnarandstöðu. Lagalega ábyrgðin hvílir hins vegar alfarið á ráðherrunum. Þeir hafa sjálfir bent á hættuna á greiðsluþurrð ríkissjóðs leysist málið ekki. Ófullnægjandi aðgerðir í ríkisfjármálum geta haft sömu áhrif. Alþýðusambandið hefur nú bent á að allt stefnir í þá átt. Ríkisstjórnin talar minna um þá hættu sem af þeirri vangetu hennar stafar. Hún ætti þó að sjá að eðlisþyngd varnaðarorða ASÍ er margföld við það rými sem þau hafa fengið í fjölmiðlum. Af öllu þessu má draga þá ályktun að ekki verður dregið að brjóta upp þá pólitísku stöðu sem nú hindrar svo augljóslega endurreisnina. Minnisblöð og alþjóðatengsl Einhverjir í bandaríska stjórnkerfinu sáu ástæðu til að leka minnisblaði sem sendifulltrúi þess hér hafði skrifað eftir samtöl við nokkra diplómata í utanríkisþjónustunni. Minnisblaðið vakti athygli fyrir tungutak. Stundum er nauðsynlegt að diplómatar noti annað tungutak en lærist í forskriftarbókum hefðarsiðfræðinnar. Þetta minnisblað hefði hins vegar átt að vekja umræðu um aðra og alvarlegri hluti en tungutak. Birting þess afhjúpar á afar einfaldan hátt pólitíska einangrun Íslands í samfélagi þjóðanna. Hún rifjar upp þá nöpru staðreynd að fulltrúar Seðlabankans gengu bónleiðir til búðar í Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Á sama tíma fengu seðlabankar annarra Norðurlanda bæði áheyrn og úrlausn. Ástæðan er ekki sú að umheimurinn hafi snúist gegn Íslandi og gert Íslendinga að óvinum sínum. Við þurfum að líta í eigin barm og spyrja hvort rétt stöðumat hafi ráðið afstöðu okkar til alþjóðasamskipta á liðnum áratug. Það á bæði við um Bandaríkin og Evrópu. Það er oflátungsháttur að halda að með einu samtali sé unnt að stilla öðrum þjóðum upp við vegg þegar allt er komið í óefni og sagt þeim að koma til bjargar. Skilningur á sérstökum aðstæðum byggist aðeins upp með langvarandi gagnkvæmum samskiptum þar sem báðir aðilar leggja sitt af mörkum. Aðeins með því að rækta þann jarðveg varðveitum við raunverulegt fullveldi þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu. Endurreisnin kallar á endurmat á því hvernig við nálgumst utanríkispólitísk viðfangsefni. Við þurfum að koma ár okkar betur fyrir borð á ný. Það er misskilningur að þeir séu mestir Íslendingar sem tala af mestu stærilæti í garð annarra þjóða eins og tilhneiging hefur verið til. Hitt er farsælla að þróa og taka ný skref í fjölþjóðasamstarfi Evrópuþjóða á þeim grunni sem lagður var fyrir sextíu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Eftir að Icesave hefur enn steytt á skeri blasir þjóðaratkvæði við. Þegar mál eru lögð fyrir þjóðina þarf það að gerast með þeim hætti að hún hafi úrslitavald um það á hvern veg þau eru til lykta leidd. Kjósendur eiga að ljúka deilu hvort sem þeir segja já eða nei. Nú er hins vegar svo komið að lögin sem greiða á atkvæði um eru með öllu marklaus. Þrennt hefur breyst. Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin með nýju samningstilboði viðurkennt í verki að lögin eru óásættanleg. Í öðru lagi hafa viðsemjendurnir þegar fallist á betri kost en lögin mæla fyrir um. Í þriðja lagi hefur stjórnarandstaðan að kröfu viðsemjendanna fengið eins konar úrslitavald um nýja samninga. Hún hefur ekki enn sýnt hvar þolmörkin verða sett. Það gerist tæplega meðan samningaviðræður eru ekki í gangi. Með öðrum orðum: Á borðinu er engin lausn til að kjósa um. Við ríkjandi aðstæður er því rökrétt að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi að fella lögin úr gildi og hætti þar með við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það eina sem fæst út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni er staðfesting á að landið er stjórnlaust. Gæti ekki verið rétt að bregðast strax við þeirri staðreynd? Fullveldið, völdin og ábyrgðin Það kom ekki á óvart þegar Bretar og Hollendingar gerðu kröfu um að stjórnarandstaðan kæmi að nýjum icesave- samningum. Sú nýja staða létti lund þorra fólks. Léttirinn er trúlega skýringin á því að fáir hafa horft á formlega hlið málsins. Með kröfu sinni voru ríkisstjórnir Bretlands og Hollands í raun og veru að brjóta gegn þeim fullveldisrétti þjóðarinnar að hún velji sjálf hverjir fara með stjórn á málum hennar. Það var ríkisstjórnar Íslands en ekki Bretlands og Hollands að kalla stjórnarandstöðuna til. Afstaða Breta og Hollendinga var þó vel skiljanleg í ljósi stöðunnar. Athyglisverðast er að ríkisstjórnin féllst á þetta skilyrði athugasemdalaust. Þrátt fyrir öflugan þingmeirihluta gat hún ekki leyst málið og átti því ekki annarra kosta völ nema að segja af sér. Það fannst henni verri kostur. Því tók hún niðurlægingunni hljóðalaust. Stjórnarandstöðuflokkarnir sýndu ábyrgð með því að koma inn í samninga á þessum forsendum. Þeir þurftu ekki að koma ríkisstjórninni til hjálpar. En fyrir vikið hvílir pólitíska ábyrgðin á lausn málsins nú bæði á stjórn og stjórnarandstöðu. Lagalega ábyrgðin hvílir hins vegar alfarið á ráðherrunum. Þeir hafa sjálfir bent á hættuna á greiðsluþurrð ríkissjóðs leysist málið ekki. Ófullnægjandi aðgerðir í ríkisfjármálum geta haft sömu áhrif. Alþýðusambandið hefur nú bent á að allt stefnir í þá átt. Ríkisstjórnin talar minna um þá hættu sem af þeirri vangetu hennar stafar. Hún ætti þó að sjá að eðlisþyngd varnaðarorða ASÍ er margföld við það rými sem þau hafa fengið í fjölmiðlum. Af öllu þessu má draga þá ályktun að ekki verður dregið að brjóta upp þá pólitísku stöðu sem nú hindrar svo augljóslega endurreisnina. Minnisblöð og alþjóðatengsl Einhverjir í bandaríska stjórnkerfinu sáu ástæðu til að leka minnisblaði sem sendifulltrúi þess hér hafði skrifað eftir samtöl við nokkra diplómata í utanríkisþjónustunni. Minnisblaðið vakti athygli fyrir tungutak. Stundum er nauðsynlegt að diplómatar noti annað tungutak en lærist í forskriftarbókum hefðarsiðfræðinnar. Þetta minnisblað hefði hins vegar átt að vekja umræðu um aðra og alvarlegri hluti en tungutak. Birting þess afhjúpar á afar einfaldan hátt pólitíska einangrun Íslands í samfélagi þjóðanna. Hún rifjar upp þá nöpru staðreynd að fulltrúar Seðlabankans gengu bónleiðir til búðar í Seðlabanka Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Á sama tíma fengu seðlabankar annarra Norðurlanda bæði áheyrn og úrlausn. Ástæðan er ekki sú að umheimurinn hafi snúist gegn Íslandi og gert Íslendinga að óvinum sínum. Við þurfum að líta í eigin barm og spyrja hvort rétt stöðumat hafi ráðið afstöðu okkar til alþjóðasamskipta á liðnum áratug. Það á bæði við um Bandaríkin og Evrópu. Það er oflátungsháttur að halda að með einu samtali sé unnt að stilla öðrum þjóðum upp við vegg þegar allt er komið í óefni og sagt þeim að koma til bjargar. Skilningur á sérstökum aðstæðum byggist aðeins upp með langvarandi gagnkvæmum samskiptum þar sem báðir aðilar leggja sitt af mörkum. Aðeins með því að rækta þann jarðveg varðveitum við raunverulegt fullveldi þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu. Endurreisnin kallar á endurmat á því hvernig við nálgumst utanríkispólitísk viðfangsefni. Við þurfum að koma ár okkar betur fyrir borð á ný. Það er misskilningur að þeir séu mestir Íslendingar sem tala af mestu stærilæti í garð annarra þjóða eins og tilhneiging hefur verið til. Hitt er farsælla að þróa og taka ný skref í fjölþjóðasamstarfi Evrópuþjóða á þeim grunni sem lagður var fyrir sextíu árum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun