Sport

Eygló setti Íslandsmet í baksundi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eygló Ósk. Mynd/heimasíða SSÍ
Eygló Ósk. Mynd/heimasíða SSÍ

Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug lauk í dag. Eitt Íslandsmet féll á lokadeginum og einnig voru sett tvö aldursflokkamet.

Það var Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi sem setti Íslandsmetið og það kom í 200 metra baksundi. Eygló synti á 2:12,38 mínútum og bætti metið um tvær sekúndur.

Ótrúleg spenna var í úrslitum í 200 metra fjórsundi karla þar sem tveir keppendur komu í mark á nákvæmlega sama tímanum, 2:07,92 mínútur. Það voru þeir Anton Sveinn McKee úr Ægi og Hrafn Traustason úr SH.

Kristinn Steinþórsson úr Fjölni fór á kostum á mótinu og setti níu aldursflokkamet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×