Enski boltinn

Evrópudeild UEFA: Liverpool vann með herkjum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Úr leik Liverpool og Unirea Urziceni í kvöld.
Úr leik Liverpool og Unirea Urziceni í kvöld. Nordic photos/AFP

Nú er öllum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA lokið og þó nokkuð var um óvænt úrslit.

Liverpool lenti í miklum erfiðleikum með Unirea Urziceni á Anfield-leikvanginum í kvöld.

Gestirnir frá Rúmeníu lágu aftarlega á vellinum og gáfu fá færi á sér og Liverpool skapaði sér fá marktækifæri framan af leik þrátt fyrir að vera miklu meira með boltann og staðan var því markalaus í hálfleik.

Sóknarþungi Liverpool skilaði sér hins vegar í sigurmarki leiksins sem David Ngog skoraði tíu mínútum fyrir leikslok eftir góðan undirbúning frá varamanninum Daniel Pacheco.

Úrslit kvöldsins:

Liverpool-Unirea Urziceni 1-0

1-0 David Ngog (81.)

Athletic Bilbao-Anderlecht 1-1

0-1 Lucas Biglia (35.), 1-1 Mikel San Jose (58.).

Atletico Madrid-Galatasaray 1-1

1-0 Jose Antonio Reyes (23.), 1-1 Abdulkader Keita (77.).

FC Kaupmannahöfn-Marseille 1-3

0-1 Mamadou Niang (72.), 1-1 Jesper Gronkjaer (80.), 1-2 Fabrice Abriel (84.), 1-3 Charles Kabore (90.).

Fulham-Shakhtar Donetsk 2-1

1-0 Zoltan Gera (3.), 1-1 Luiz Adriano (32.), Bobby Zamora (63.).

Hamburg-PSV 1-0

1-0 Marcell Jansen (27.).

Hertha Berlín-Benfica 1-1

0-1 Angel Di Maria (4.), 1-1 Sjálfsmark (33.).

Panathinaikos-Roma 3-2

0-1 Mirko Vucinic (29.), 1-1 Dimitris Salpigidis (66.), 1-2 David Pizarro (81.), 2-2 Lazaros Christodoulopoulos (84.), 3-2 Djibril Cisse (89.).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×