Hver er þessi Paul Allen? 7. ágúst 2010 06:00 Paul Allen. Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes.TölvunördinnPaul Allen fæddist í Seattle í Washington-fylki Bandaríkjanna árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill nokrum Gates. Þeir urðu miklir vinir í gegnum sameiginlegt áhugamál sitt á tölvum, sem voru reyndar hvorki fugl né fiskur á þessum tíma. Allen gekk svo í háskóla Washington, en hætti eftir tveggja ára nám til að vinna sem forritari með Gates góðvini sínum. Hann sannfærði svo Gates að hætta í Harvard háskóla til að stofna fyrirtækið Microsoft árið 1975. Það þarf ekki að fjölyrða um sögu fyrirtækisins sem er algjört skrímsli í tölvuheiminum. Gates og Allen voru á meðal þeirra sem hönnuð stýrirkerfið sem keyrði fyrstu PC-tölvur IBM. Kerfið varð síðan Windows og náði yfirburðarstöðu á markaðnum. Microsoft hefur í sinni tíð verið lögsótt og dæmt fyrir einokunartilburði.MilljarðamæringurinnPaul Allen er einn af milljarðarmæringunum sem taka þátt í verkefninu The Giving Pledge, sem Bill Gates og Warren Buffet standa að. Verkefnið snýst um að forríkt fólk hefur lofað að ánafna að minnsta kosti helming auðs síns til góðgerðarmála. Auðæfi Allen eru metin á 13,5 milljarða Bandaríkjadala í dag. Miðað við gengi íslensku krónunnar lítur talan svona út: 1.606.500.000.000. 1,6 billjón íslenskra króna. Árið 2007 var Allen í 19. sæti á lista yfir ríkustu menn heims. Í dag er hann í 37. sæti á sama lista. Hann hefur augljóslega losað sig við talsvert mikið af fjármunum og tapað einhverju því árið 2005 var hann í þriðja sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Auður hans var metinn á rúma 22 milljarða Bandaríkjadali.KvennamaðurinnSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Paul Allen á landinu ásamt kærustunni sinni, sem fagnaði þrítugsafmæli sínu við komuna til landsins. Paul lét starfsfólk sitt raða alls kyns gjöfum víðsvegar um lúxussnekkjuna Octopus og fór hann meðal annars fram á Louis Vuitton-tösku sem er ekki fáanleg á landinu. Allen hefur átt í ástarsamböndum með nokkrum frægum konum í gegnum tíðina. Hann var orðaður við tennisstjörnuna Monicu Seles og byrjaði að hitta fyrirsætuna Jerry Hall eftir að hún skildi við rokkarann Mick Jagger úr Rolling Stones. Þá var hann orðaður við leikkonuna Lauru Harring sem varð ungfrú Bandaríkin árið 1985. Í seinni tíð er hún þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmynd David Lynch, Mulholland Drive ásamt því að leika mömmu hins alræmda Chuck Bass í Gossip Girl.PartíljóniðÞrátt fyrir að það sé talað um að Paul Allen sé afar rólegur og hæglátur maður er hann þekktur fyrir að halda stórkostlegar veislur á lúxussnekkju sinni. Hann bíður ávallt þotuliðinu úr Hollywood að skemmta sér með sér og er þekktur fyrir að grípa í gítar í veislunum og troða upp með hljómsveit. Í nýárspartíi árið 2005 spilaði hann lög eftir Johnny Cash með hljómsveit sinni og R&B-sönvaranum Usher. Allen hélt veislu um borð í Octopus á Cannes-kvikmyndahátíðinni í fyrra til heiðurs Dr. Jim Watson. Á meðal gesta voru Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir eiginkona hans.ÍþróttaáhugamaðurinnPaul Allen hefur gríðarlegan áhuga á íþróttum sem sést berlega á fjárfestingum hans. Hann keypti NBA-körfuboltaliðið Portland Trail BLazers árið 1988 af fasteignajöfrinum Larry Weinberg á 70 milljónir dollara. Hann átti stóran fjárhagslegan þátt í byggingu íþróttahallar liðsins, Rose Garden, árið 1993. Árið 1997 keypti Allen NFL-íshokkíliðið Seattle Seahawks af auðjöfrinum Ken Behring. Þetta gerði Allen til að forða liðinu frá því að vera flutt til suður Kaliforníu. Hann á líka hlut í fótboltaliðinu Seattle Sounders FC sem var stofnað í fyrra. Á meðal eigenda eru grínistinn Drew Carey og kvikmyndaframleiðandinn Joe Roth. Liðið var aðeins annað lið sögunnar til að spila í úrslitakeppni á fyrsta tímabili sínu í MLS-deildinni, sem er úrvalsdeild Bandaríkjanna í fótbolta. Íslandsvinir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes.TölvunördinnPaul Allen fæddist í Seattle í Washington-fylki Bandaríkjanna árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill nokrum Gates. Þeir urðu miklir vinir í gegnum sameiginlegt áhugamál sitt á tölvum, sem voru reyndar hvorki fugl né fiskur á þessum tíma. Allen gekk svo í háskóla Washington, en hætti eftir tveggja ára nám til að vinna sem forritari með Gates góðvini sínum. Hann sannfærði svo Gates að hætta í Harvard háskóla til að stofna fyrirtækið Microsoft árið 1975. Það þarf ekki að fjölyrða um sögu fyrirtækisins sem er algjört skrímsli í tölvuheiminum. Gates og Allen voru á meðal þeirra sem hönnuð stýrirkerfið sem keyrði fyrstu PC-tölvur IBM. Kerfið varð síðan Windows og náði yfirburðarstöðu á markaðnum. Microsoft hefur í sinni tíð verið lögsótt og dæmt fyrir einokunartilburði.MilljarðamæringurinnPaul Allen er einn af milljarðarmæringunum sem taka þátt í verkefninu The Giving Pledge, sem Bill Gates og Warren Buffet standa að. Verkefnið snýst um að forríkt fólk hefur lofað að ánafna að minnsta kosti helming auðs síns til góðgerðarmála. Auðæfi Allen eru metin á 13,5 milljarða Bandaríkjadala í dag. Miðað við gengi íslensku krónunnar lítur talan svona út: 1.606.500.000.000. 1,6 billjón íslenskra króna. Árið 2007 var Allen í 19. sæti á lista yfir ríkustu menn heims. Í dag er hann í 37. sæti á sama lista. Hann hefur augljóslega losað sig við talsvert mikið af fjármunum og tapað einhverju því árið 2005 var hann í þriðja sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Auður hans var metinn á rúma 22 milljarða Bandaríkjadali.KvennamaðurinnSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Paul Allen á landinu ásamt kærustunni sinni, sem fagnaði þrítugsafmæli sínu við komuna til landsins. Paul lét starfsfólk sitt raða alls kyns gjöfum víðsvegar um lúxussnekkjuna Octopus og fór hann meðal annars fram á Louis Vuitton-tösku sem er ekki fáanleg á landinu. Allen hefur átt í ástarsamböndum með nokkrum frægum konum í gegnum tíðina. Hann var orðaður við tennisstjörnuna Monicu Seles og byrjaði að hitta fyrirsætuna Jerry Hall eftir að hún skildi við rokkarann Mick Jagger úr Rolling Stones. Þá var hann orðaður við leikkonuna Lauru Harring sem varð ungfrú Bandaríkin árið 1985. Í seinni tíð er hún þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmynd David Lynch, Mulholland Drive ásamt því að leika mömmu hins alræmda Chuck Bass í Gossip Girl.PartíljóniðÞrátt fyrir að það sé talað um að Paul Allen sé afar rólegur og hæglátur maður er hann þekktur fyrir að halda stórkostlegar veislur á lúxussnekkju sinni. Hann bíður ávallt þotuliðinu úr Hollywood að skemmta sér með sér og er þekktur fyrir að grípa í gítar í veislunum og troða upp með hljómsveit. Í nýárspartíi árið 2005 spilaði hann lög eftir Johnny Cash með hljómsveit sinni og R&B-sönvaranum Usher. Allen hélt veislu um borð í Octopus á Cannes-kvikmyndahátíðinni í fyrra til heiðurs Dr. Jim Watson. Á meðal gesta voru Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir eiginkona hans.ÍþróttaáhugamaðurinnPaul Allen hefur gríðarlegan áhuga á íþróttum sem sést berlega á fjárfestingum hans. Hann keypti NBA-körfuboltaliðið Portland Trail BLazers árið 1988 af fasteignajöfrinum Larry Weinberg á 70 milljónir dollara. Hann átti stóran fjárhagslegan þátt í byggingu íþróttahallar liðsins, Rose Garden, árið 1993. Árið 1997 keypti Allen NFL-íshokkíliðið Seattle Seahawks af auðjöfrinum Ken Behring. Þetta gerði Allen til að forða liðinu frá því að vera flutt til suður Kaliforníu. Hann á líka hlut í fótboltaliðinu Seattle Sounders FC sem var stofnað í fyrra. Á meðal eigenda eru grínistinn Drew Carey og kvikmyndaframleiðandinn Joe Roth. Liðið var aðeins annað lið sögunnar til að spila í úrslitakeppni á fyrsta tímabili sínu í MLS-deildinni, sem er úrvalsdeild Bandaríkjanna í fótbolta.
Íslandsvinir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira