Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, er komin áfram í undanúrslit í 50 m bringsundi á HM í 25 metra laug á nýju Íslandsmeti.
Mótið fer fram í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en Hrafnhildur náði tólfta besta tímanum er hún synti á 30,97 sekúndum.
Íslandsmetið átti Erla Dögg Haraldsdóttir en Hrafnhildur stórbætti það, um 0,29 sekúndur.
Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, keppti í 100 m bringusundi í morgun og varð í 25. sæti á 59,80 sekúndum. Hann var sekúndu frá eigin Íslandsmeti í haust sem hann setti í fyrra.