Aftengd vatnslögn til borgarlögmanns 7. október 2010 06:00 Hjónin í Perluhvammi Neita að senda umsókn til Orkuveitunnar vegna tengingar við kaldavatnslögn og borga tilheyrandi tengingargjald og annan kostnað. Þau bera vatn í fötum úr Leirvogsá.Fréttablaðið/Vilhelm Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveitan aftengdi kalda vatnið hjá í síðustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgarstjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgarlögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar," segir Ingibjörg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert rennandi vatni í íveruhúsi sínu í Perluhvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kaldavatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemendur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orkuveitunnar að hingað kom á hverjum degi í síðustu viku langferðabíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið," segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lögmann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjarvatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt," segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæðum á því. „Því var bjargað," segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallarsjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og réttindi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim," segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjónanna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatnstöku án umsóknar til Orkuveitunnar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar," segir í bréfi fyrirtækisins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveitan aftengdi kalda vatnið hjá í síðustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgarstjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgarlögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar," segir Ingibjörg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert rennandi vatni í íveruhúsi sínu í Perluhvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kaldavatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemendur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orkuveitunnar að hingað kom á hverjum degi í síðustu viku langferðabíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið," segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lögmann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjarvatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt," segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæðum á því. „Því var bjargað," segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallarsjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og réttindi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim," segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjónanna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatnstöku án umsóknar til Orkuveitunnar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar," segir í bréfi fyrirtækisins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira