Erlent

Eyjafjallajökull ógnar Kvikmyndahátíðinni í Cannes

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að hátíðin byrji með því að Hrói höttur verði sýnd. Mynd/ AFP.
Gert er ráð fyrir að hátíðin byrji með því að Hrói höttur verði sýnd. Mynd/ AFP.
Öskufallið frá Eyjafjallajökli gæti haft áhrif á Kvikmyndahátíðina í Cannes, sem gert er ráð fyrir að hefjist á miðvikudaginn. Um 20 flugferðum til flugvallarins í Nice, sem er næstur Cannes, var aflýst í gær og fleiri flugferðum var frestað.

Greint er frá því á kvikmyndavefnum IMDB að ef frekari tafir verði á flugi í þessari viku gæti það haft áhrif á dagskrá hátíðarinnar. Gert er ráð fyrir að í upphafi hátíðarinnar á miðvikudaginn verði ný útgáfa af Hróa hetti, sem skartar Russel Crowe í aðalhlutverki, frumsýnd.

Eftir því sem Vísir kemst næst hefur gosóróinn verið svipaður í dag og undanfarna daga þannig að goslok virðast ekki vera í nánd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×