Meirihluti efnaða fólksins Sóley Tómasdóttir skrifar 8. desember 2010 06:00 Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar