Nú sést uppskrift að lausn vandamálanna 4. desember 2010 04:45 Þórólfur Matthíasson Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira