Lífið

Eurovision: Símkerfið tilbúið fyrir átökin

Starfsmenn Vodafone taka á móti atkvæðum Íslendinga í haust. Þar á bæ er mikil stemmning fyrir keppninni og er almennt talið öruggt að Ísland komist áfram í úrslitakeppnina á laugardaginn.
Starfsmenn Vodafone taka á móti atkvæðum Íslendinga í haust. Þar á bæ er mikil stemmning fyrir keppninni og er almennt talið öruggt að Ísland komist áfram í úrslitakeppnina á laugardaginn.
Búist er við miklu álagi á íslenska símkerfið í kvöld enda eru Íslendingar jafnan manna duglegastir að taka þátt í kosningunni í Eurovision.

Kosningin er í höndum Vodafone líkt og síðustu ár og þar á bæ hafa ýmsar tækniprófanir verið í gangi undanfarna daga til að ekkert atkvæði klikki.

Í undanúrslitakeppnunum í kvöld og á fimmtudagskvöld geta þær þjóðir sem taka þátt kosið í gegnum síma. Dómnefndir eru síðan í hverju landi fyrir sig og gefa atkvæði sem gilda til helminga við atkvæði símakosningarinnar.


Tengdar fréttir

Íslenska partíið í sendiráðinu – 12 stig!

Íslenska sendiráðið í Noregi hélt partí fyrir Eurovision-hópinn og gesti þeirra í vikunni. Á bloggsíðunni Eurovision Express, sem fylgist með öllu sem er að gerast í kringum keppnina, kemur fram að partíið hafi verið gríðarlega vel heppnað.

Linda Björg: Kjóll Birtu fer vel við litarhaft Heru

Linda Björg Árnadóttir átti í hörðum orðaskiptum við Birtu Björnsdóttur fatahönnuð eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi en er almennt sátt með kjól Heru Bjarkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.